Eins og McDonalds-hamborgari, næringarsnauður og innihaldslaus Sigga Dögg skrifar 18. febrúar 2015 14:30 Jamie Dornan og Dakota Johnson í hlutverkum sínum. Fifty Shades of Grey Aðalhlutverk: Dakota Johnson, Jamie Dornan, Jennifer Ehle Leikstjóri: Sam Taylor-Johnson Fimmtíu gráir skuggar rekja kynlífssamband milli Anastasiu Steel, ungrar óreyndrar meyjar, og Christians Grey, sem er stjórnsamur sadisti. Rithöfundur þríleiksins er E.L. James, þreytt húsmóðir sem settist yfir netið einn góðan veðurdag og breytti Twilight-bókunum í BDSM-sögu. Sjálf stundar rithöfundurinn ekki BDSM heldur lá yfir netinu og las hvernig annað fólk lýsti sinni upplifun. Hún hafði mikla stjórn yfir leikstjóranum á meðan á tökum stóð og er það óvanalegt. Því mætti telja að bókin yrði sterkari í myndinni en raun ber vitni. Það mætti ætla að myndin fjalli um unga rómantík með sinni togstreitu og hjartatogi en þetta er ekki ástarsaga; þetta er lýsing á kynlífssambandi og valdatafli. Hann hefur peninga en hún hefur óflekkað klof. Þessi saga væri ekki til ef ekki væri spilað inn á þessa aldagömlu sögu um völd, græðgi og losta. Christian gæti aldrei verið jafnaldri hennar úr skólanum eða hún hin sterka sem stjórnar honum. Sem í raun myndi meika meiri sens því stjórnsamir karlar þrá oft í raunveruleikanum að láta að stjórn en það er ekki formúlan. Hér er formúlunni fylgt, þó það sé löngu kominn sveppur og mygla í hana. Christian, aðalsögupersónan, er fljótur að leiðrétta hvolpaástina í augum Önu (eins og hún er kölluð í myndinni) og segir henni að hann elski ekki, hann bara ríði. Og það gerir hann svo sannarlega. Þeir sem hafa lesið bókina verða eflaust fyrir sárum vonbrigðum yfir að túrtappakynlífssenan sést ekki eða þrjár fullnægingar Önu í baði eða hamslausu munnmökin. Í dimmum bíósalnum komst ég ekki hjá því að þylja upp ljóðin hennar Elísabetar Jökulsdóttur um samband hennar við ofbeldismann. Ana er með Öskubuskuheilkenni á háu stigi og getur ekki beðið eftir því, verandi ung og óreynd, að vera bjargað af sterkum og tilfinningalega heftum karlmanni. Christian er beyglaður, brotinn, götóttur alkóhólisti og sadisti. Hann þarf að berja Önu því þannig er hann bara. Hún á bara að taka því eða ekki. Hann skal kannski fara með henni endrum og eins á stefnumót, þótt hann raunverulega fíli ekki svoleiðis, ef hann má bara þrykkja inn í og binda. Mér féllust því reglulega hendur. Kynlífssenurnar eru settar í rómantískt ljós með sinni hægu aðdáun á kvenlíkamanum en svo klúðrast allt í samfaramiðaðri þrykkingu. Svo ég tali nú ekki um svokölluðu BDSM-senurnar. Samband DOM og SUB er byggt á trausti og samþykki, samningurinn er gerður af þeim báðum og þau þróa sig áfram. Og það er sérstaklega mikilvægt að vera með hausinn á hreinu og vera edrú. Þau eru vökvuð alla myndina, til frekari lýsingar á takmörkuðum skilningi á ást, unaði og starfsemi kynfæranna. Ef myndin ætti að vera eitthvað krassandi og myndi meika einhvern sens, þá væri Ana löngu búin að stinga þumli upp í rassinn á Christian sem myndi stynja af unaði. En hér er ekki tenging við raunveruleikann svo vinsamlegast, ekki fara inn í salinn með þær væntingar. Christian Grey er ofbeldisfullur sadisti. Hann þarf sitt og fær sitt á meðan Ana staulast um í von um að með hverri innsetningu lims lagist holurnar í hjarta hans. Þetta er sígild saga konunnar sem ekki gat farið. Með því að birta enn eina myndina þá viðhöldum við þessari trú. Þú getur lagað hann. Ástin ykkar er eins og kítti í hans tættu sál, þú þarft bara að þrauka og láta allt yfir þig ganga og þá muntu uppskera prinsinn þinn og allt verður gott. Þekkið þið þennan söguþráð? Nú er komið gott. Elsku ungu elskendur, svona er ekki ástin og alls ekki kynlíf, þú átt og mátt vilja jafnræði, virðingu, samskipti, snípsstrokur og maka sem stendur þér jafnfætis. Annað kremur hjarta og klof.Niðurstaða: Raunverulegt BDSM getur verið frábært krydd en þá þarftu líka að kunna til verka. Fantasían þarf ekki vera pólitískt rétt og það er allt í lagi að verða graður í bíói en þessi mynd er bara froða. Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Í viðbragðsstöðu vegna 50 Shades of Grey: „Erum vel undirbúin fyrir frumsýninguna“ Erótískar verslanir eru í viðbragðsstöðu vegna frumsýningar 50 Shades of Grey. Fólk fer í byggingarvöru- og gæludýraverslanir til að kaupa í kynlífstækjasafnið. 11. febrúar 2015 08:00 Fólk kaupir hjálpartæki fyrir kynlífið í byggingavöruverslunum og gæludýrabúðum "Bauhaus hefur til dæmis verið vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja bæta í safnið," segir formaður BDSM-félagsins og bætir við að í gæludýrabúðum megi nálgast bestu hundaólarnar á hagstæðu verði, en þær nýtast sumum í svefnherberginu. 11. febrúar 2015 08:00 Kim Kardashian les upp úr Fifty Shades of Grey Gerir tilraun til að leggja útvarpið í rúst. 20. nóvember 2014 17:00 Þrjár konur handteknar á sýningu af Fifty Shades of Grey Grunaðar um árás á mann sem bað þær um að hafa hljóð á meðan sýningunni stóð. 16. febrúar 2015 19:17 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fifty Shades of Grey Aðalhlutverk: Dakota Johnson, Jamie Dornan, Jennifer Ehle Leikstjóri: Sam Taylor-Johnson Fimmtíu gráir skuggar rekja kynlífssamband milli Anastasiu Steel, ungrar óreyndrar meyjar, og Christians Grey, sem er stjórnsamur sadisti. Rithöfundur þríleiksins er E.L. James, þreytt húsmóðir sem settist yfir netið einn góðan veðurdag og breytti Twilight-bókunum í BDSM-sögu. Sjálf stundar rithöfundurinn ekki BDSM heldur lá yfir netinu og las hvernig annað fólk lýsti sinni upplifun. Hún hafði mikla stjórn yfir leikstjóranum á meðan á tökum stóð og er það óvanalegt. Því mætti telja að bókin yrði sterkari í myndinni en raun ber vitni. Það mætti ætla að myndin fjalli um unga rómantík með sinni togstreitu og hjartatogi en þetta er ekki ástarsaga; þetta er lýsing á kynlífssambandi og valdatafli. Hann hefur peninga en hún hefur óflekkað klof. Þessi saga væri ekki til ef ekki væri spilað inn á þessa aldagömlu sögu um völd, græðgi og losta. Christian gæti aldrei verið jafnaldri hennar úr skólanum eða hún hin sterka sem stjórnar honum. Sem í raun myndi meika meiri sens því stjórnsamir karlar þrá oft í raunveruleikanum að láta að stjórn en það er ekki formúlan. Hér er formúlunni fylgt, þó það sé löngu kominn sveppur og mygla í hana. Christian, aðalsögupersónan, er fljótur að leiðrétta hvolpaástina í augum Önu (eins og hún er kölluð í myndinni) og segir henni að hann elski ekki, hann bara ríði. Og það gerir hann svo sannarlega. Þeir sem hafa lesið bókina verða eflaust fyrir sárum vonbrigðum yfir að túrtappakynlífssenan sést ekki eða þrjár fullnægingar Önu í baði eða hamslausu munnmökin. Í dimmum bíósalnum komst ég ekki hjá því að þylja upp ljóðin hennar Elísabetar Jökulsdóttur um samband hennar við ofbeldismann. Ana er með Öskubuskuheilkenni á háu stigi og getur ekki beðið eftir því, verandi ung og óreynd, að vera bjargað af sterkum og tilfinningalega heftum karlmanni. Christian er beyglaður, brotinn, götóttur alkóhólisti og sadisti. Hann þarf að berja Önu því þannig er hann bara. Hún á bara að taka því eða ekki. Hann skal kannski fara með henni endrum og eins á stefnumót, þótt hann raunverulega fíli ekki svoleiðis, ef hann má bara þrykkja inn í og binda. Mér féllust því reglulega hendur. Kynlífssenurnar eru settar í rómantískt ljós með sinni hægu aðdáun á kvenlíkamanum en svo klúðrast allt í samfaramiðaðri þrykkingu. Svo ég tali nú ekki um svokölluðu BDSM-senurnar. Samband DOM og SUB er byggt á trausti og samþykki, samningurinn er gerður af þeim báðum og þau þróa sig áfram. Og það er sérstaklega mikilvægt að vera með hausinn á hreinu og vera edrú. Þau eru vökvuð alla myndina, til frekari lýsingar á takmörkuðum skilningi á ást, unaði og starfsemi kynfæranna. Ef myndin ætti að vera eitthvað krassandi og myndi meika einhvern sens, þá væri Ana löngu búin að stinga þumli upp í rassinn á Christian sem myndi stynja af unaði. En hér er ekki tenging við raunveruleikann svo vinsamlegast, ekki fara inn í salinn með þær væntingar. Christian Grey er ofbeldisfullur sadisti. Hann þarf sitt og fær sitt á meðan Ana staulast um í von um að með hverri innsetningu lims lagist holurnar í hjarta hans. Þetta er sígild saga konunnar sem ekki gat farið. Með því að birta enn eina myndina þá viðhöldum við þessari trú. Þú getur lagað hann. Ástin ykkar er eins og kítti í hans tættu sál, þú þarft bara að þrauka og láta allt yfir þig ganga og þá muntu uppskera prinsinn þinn og allt verður gott. Þekkið þið þennan söguþráð? Nú er komið gott. Elsku ungu elskendur, svona er ekki ástin og alls ekki kynlíf, þú átt og mátt vilja jafnræði, virðingu, samskipti, snípsstrokur og maka sem stendur þér jafnfætis. Annað kremur hjarta og klof.Niðurstaða: Raunverulegt BDSM getur verið frábært krydd en þá þarftu líka að kunna til verka. Fantasían þarf ekki vera pólitískt rétt og það er allt í lagi að verða graður í bíói en þessi mynd er bara froða.
Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Í viðbragðsstöðu vegna 50 Shades of Grey: „Erum vel undirbúin fyrir frumsýninguna“ Erótískar verslanir eru í viðbragðsstöðu vegna frumsýningar 50 Shades of Grey. Fólk fer í byggingarvöru- og gæludýraverslanir til að kaupa í kynlífstækjasafnið. 11. febrúar 2015 08:00 Fólk kaupir hjálpartæki fyrir kynlífið í byggingavöruverslunum og gæludýrabúðum "Bauhaus hefur til dæmis verið vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja bæta í safnið," segir formaður BDSM-félagsins og bætir við að í gæludýrabúðum megi nálgast bestu hundaólarnar á hagstæðu verði, en þær nýtast sumum í svefnherberginu. 11. febrúar 2015 08:00 Kim Kardashian les upp úr Fifty Shades of Grey Gerir tilraun til að leggja útvarpið í rúst. 20. nóvember 2014 17:00 Þrjár konur handteknar á sýningu af Fifty Shades of Grey Grunaðar um árás á mann sem bað þær um að hafa hljóð á meðan sýningunni stóð. 16. febrúar 2015 19:17 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Í viðbragðsstöðu vegna 50 Shades of Grey: „Erum vel undirbúin fyrir frumsýninguna“ Erótískar verslanir eru í viðbragðsstöðu vegna frumsýningar 50 Shades of Grey. Fólk fer í byggingarvöru- og gæludýraverslanir til að kaupa í kynlífstækjasafnið. 11. febrúar 2015 08:00
Fólk kaupir hjálpartæki fyrir kynlífið í byggingavöruverslunum og gæludýrabúðum "Bauhaus hefur til dæmis verið vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja bæta í safnið," segir formaður BDSM-félagsins og bætir við að í gæludýrabúðum megi nálgast bestu hundaólarnar á hagstæðu verði, en þær nýtast sumum í svefnherberginu. 11. febrúar 2015 08:00
Kim Kardashian les upp úr Fifty Shades of Grey Gerir tilraun til að leggja útvarpið í rúst. 20. nóvember 2014 17:00
Þrjár konur handteknar á sýningu af Fifty Shades of Grey Grunaðar um árás á mann sem bað þær um að hafa hljóð á meðan sýningunni stóð. 16. febrúar 2015 19:17