Dómur Hæstaréttar Sigurður Einarsson skrifar 18. febrúar 2015 06:30 Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég verð samt að trúa því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli. Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig? Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir? Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani-málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ, telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða. Sönnunarbyrði. Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „…hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn…“. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég verð samt að trúa því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli. Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig? Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir? Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani-málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ, telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða. Sönnunarbyrði. Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „…hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn…“. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun