„Þetta er búið að vera í gangi í svona mánuð,“ segir Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, við Vísi um aðdraganda félagaskipta sinna frá Rotherham í ensku B-deildinni til Svíþjóðarmeistara Malmö.
Kári hóf atvinnumannaferil sinn í Svíþjóð með Djurgården þaðan sem hann kom frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Honum líst vel á Malmö.
„Þetta er virkilega flott félag sem er orðið það stærsta á Norðurlöndum. Ég er sáttur með allt og þetta lítur bara ágætlega út.“
Kári var nokkuð staðráðinn í því að yfirgefa Rotherham þrátt fyrir að liðið hafi haldið sæti sínu í ensku B-deildinni sem nýliði á síðustu leiktíð.
„Ég var bara að skoða allt. Það heillaði auðvitað fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta sé fín lending,“ segir Kári.
Kári, sem spilaði bæði sem miðvörður og miðjumaður með Rotherham á síðustu leiktíð, má hefja leik með Malmö 15. júlí. Hann býst ekki við öðru en að vera byrjunarliðsmaður enda Malmö að kaupa leikmanninn frá Englandi.
„Ég er lítið að stressa mig á því. Ég spila nú oftast þar sem ég spila. Ég held að það sé nú alveg ljóst að það sé ekki verið að kaupa mig nema ég eigi að spila. Nema auðvitað ég geti ekki neitt, þá spila ég ekki. Það er augljóst,“ segir Kári Árnason hlægjandi.
Nánar verður rætt við Kára í Fréttablaðinu á morgun.
Kári: Heillaði að fara til Kína eða Rússlands en þetta er fín lending
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
