Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 2-0 | Fimmti sigur Blikastelpna í röð Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvelli skrifar 29. júní 2015 14:06 Blikakonur unnu fimmta sigurinn í röð. Vísir/Ernir Breiðablik vann öruggan sigur á Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoruðu mörk Blika. Með sigrinum hertu Blikastúlkur tak sitt á toppsæti deildarinnar og eru þær að gera sig líklegar til að stinga af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var 6. leikurinn af 8 sem Blikastúlkur fá ekki á sig mark og hafa þær aðeins fengið á sig 2 mörk til þessa. Það var sterkur varnarleikur sem var lykilinn að sigri Blika í kvöld á Kópavogsvelli. Þær leyfðu leikmönnum Þór/KA að halda boltanum en lokuðu öllu þegar stúlkurnar að norðan færðu sig nær marki. Vörn og miðja Blika myndaði einstaklega sterka heild og var Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður Þórs/KA lítið með í leik síns liðs í kvöld. Fram á við eru Blikar svo með markahæstu leikmenn deildarinnar, þær stöllur Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttur en eins og áður þær unnu einstaklega vel saman og skoruðu mörk Blika hér í kvöld. Fyrsta mark Blika varð til, líkt og allar sóknir Blika, í gegnum vinstri vænginn en bakvörður Þórs/KA, Lára Einarsdóttir átti erfiðan dag. Hún braut á Rakel Hönnudóttir á 19. mínútu innan teigs og eftir að Fanndís skoraði úr vítinu gátu Blikastúlkur enn frekar leyft sér að sitja til baka og leyfa andstæðingnum að vinna erfiðisvinnuna. Fanndís var gríðarlega aðgangshörð eins og svo oft áður og gerði vel á 40. mínútu þegar hún lagði upp mark Telmu Hjaltalín, enn og aftur fóru Blikastúlkur upp vinstri kantinn og Telma skallaði fyrirgjöf Fanndísar laglega í markið á 40. mínútu. Í raun var leiknum lokið eftir þetta, Blikastúlkur skelltu í lás varnarlega og voru síógnandi fram á við í gegnum Telmu og Fanndísi en norðanstúlkur áttu engin svör við vörn né sókn Blika. Það er þó spurning hvernig leikurinn hefði farið ef Andri Vigfússon hefði dæmt víti á Blika undir lok seinni hálfleiks en boltinn virtist klárlega fara í hönd varnarmanns Blika inn í teig eftir skot frá Karenu Nóadóttur, fyrirliða Þór/KA. Seinni hálfleikur spilaðist mikið til eins og sá fyrri en þó án marka. Þór/KA stúlkur voru með talsvert með boltann án þess að skapa sér færi og Blikastúlkur voru alltaf líklegri til að bæta við en norðanstúlkur að jafna. Úrslitin voru því sanngjörn og Blikastúlkur virka einfaldlega klassa fyrir ofan önnur lið í deildinni.Jóhann Kristinn: Hundóánægður með að fá ekki víti Jóhann Kristinn Gunnarssson þjálfari Þórs/KA telur að leikurinn hefði farið öðruvísi ef dómari leiksins hefði dæmt víti á Blika undir lok fyrri hálfleiks: „Ég er hundóánægður með að fá ekki víti til þess að komast inn í leikinn aftur. Mörk breyta leikjum og við vitum að við fáum ekki mörg færi á móti liði eins og Breiðablik.“ Hann var þó ánægður með að vinna á æfingasvæðinu væri farin að skila sér í leik liðsins: „Við byrjuðum vel en víti Blika hafði áhrif. Mér fannst við þó halda áfram og sýna karakter. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í að byggja upp. Við viljum ekki láta áföll á móti þessum stærri liðum hafa áhrif á okkur. Ég var ánægður með karakterinn í liðinu.“ Þór/KA hefur ekki spilað leik síðan 14. júní sl. en leik liðsins í síðustu umferð var frestað vegn EM kvenna u17. Jóhann Kristinn telur þó að það hafi ekki haft áhrif: „Nei, þetta virkar ekki svoleiðis. Við reyndum að æfa vel og einbeittum okkur að endurhæfingu enda verið í smá meiðslabrasi. Við áttum að vera ferskari í dag en Breiðablik. Menn rygða ekki svo glatt.“ Jóhann telur að breidd Blika hafi skilið liðin að hér í dag en hann ætlar þó ekki að styrkja lið sitt í leikmannaglugganum: „Við erum ekki alveg með jafn stóran og góðan hóp og Breiðablik eins og sést. Þær finna ekkert fyrir neinu þó þær spili 2-3 leiki á viku.“ „Við erum með ungar stelpur sem við keyrum á, stelpur fæddar 1995-1998 sem eru mikið á bekknum hjá okkur og ég hugsa að við keyrum mótið á þeim. Við eigum fína möguleika á því að að gera atlögu að toppbaráttu áfram þegar liðið okkar kemst í toppstand.“Þorsteinn: Varnarvinna liðsins lykilinn að góðum árangri í sumar Þorsteinn H. Halldórsson, annar af þjálfurum Breiðabliks var að vonum ánægður með sínar stelpur og taldi að fyrsta mark Blika hafi auðveldað þeim leikinn: „Fyrsta markið er mjög mikilvægt. Við gátum haldið skipulagi og þurftum ekkert að pressa og þar af leiðandi opnaðist vörnin okkar ekkert.“ Blikastúlkur eru mjög sterkar, bæði varnarlega og sóknarlega og Þorsteinn er mjög ánægður með framherja sína, þær Fanndísi og Telmu sem hafa skorað 16 af 25 mörkum Breiðabliks í sumar: „Það er mikill kostur og styrkur að hafa framherja sem skora reglulega, þær skora í hverjum leik.“ Það er þó fyrst og fremst varnarvinnan sem er lykillinn að góðum árangri Blika í sumar enda hefur liðið aðeins fengið á sig 2 mörk: „Styrkur leiksins hér í dag er styrkur varnarleiksins. Það ræður úrslitum, ekki sóknarleikur okkar.“ “Við fáum fá færi á okkur og erum mjög agaðar skipulagðar í varnarleiknum, annað af þessum tveimur mörkum sem við höfum fengið á okkur hefur verið úr víti. Varnarvinna alls liðsins skapar þéttleika okkar og í því felst styrkur okkar í sumar.“Rakel Hönnudóttir: Ekki skemmtilegasti fótboltaleikurinn til þess að horfa á Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var ánægð með sigurinn en taldi liðið geta gert betur: „Við sigldum þessu í land. Þetta var örugglega ekki skemmtilegasti fótboltaleikurinn til þess að horfa á en við gerðum nóg til að vinna. Við hefðum þó getað gert margt betur en sigur er sigur.“ Blikaliðið er taplaust það sem af er og Rakel var með svarið á reiðum höndum hverjir töfrarnir á bakvið það væru: „Við erum allar að stefna í sömu átt. Það leggja sig allar 100% fram, það eru engir farþegar ásamt því að það er góður mórall í liðinu. Það skilar sér.“ Rakel er uppalinn í liði Þórs/KA og spilaði lengi með liðinu. Hún var því mjög diplómatísk þegar hún var spurð að því hvort það væri sætara að vinna sigur á Þór/KA en öðrum liðum: „Það er alltaf gaman að vinna, sama hver andstæðingurinn er.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Breiðablik vann öruggan sigur á Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoruðu mörk Blika. Með sigrinum hertu Blikastúlkur tak sitt á toppsæti deildarinnar og eru þær að gera sig líklegar til að stinga af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var 6. leikurinn af 8 sem Blikastúlkur fá ekki á sig mark og hafa þær aðeins fengið á sig 2 mörk til þessa. Það var sterkur varnarleikur sem var lykilinn að sigri Blika í kvöld á Kópavogsvelli. Þær leyfðu leikmönnum Þór/KA að halda boltanum en lokuðu öllu þegar stúlkurnar að norðan færðu sig nær marki. Vörn og miðja Blika myndaði einstaklega sterka heild og var Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður Þórs/KA lítið með í leik síns liðs í kvöld. Fram á við eru Blikar svo með markahæstu leikmenn deildarinnar, þær stöllur Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttur en eins og áður þær unnu einstaklega vel saman og skoruðu mörk Blika hér í kvöld. Fyrsta mark Blika varð til, líkt og allar sóknir Blika, í gegnum vinstri vænginn en bakvörður Þórs/KA, Lára Einarsdóttir átti erfiðan dag. Hún braut á Rakel Hönnudóttir á 19. mínútu innan teigs og eftir að Fanndís skoraði úr vítinu gátu Blikastúlkur enn frekar leyft sér að sitja til baka og leyfa andstæðingnum að vinna erfiðisvinnuna. Fanndís var gríðarlega aðgangshörð eins og svo oft áður og gerði vel á 40. mínútu þegar hún lagði upp mark Telmu Hjaltalín, enn og aftur fóru Blikastúlkur upp vinstri kantinn og Telma skallaði fyrirgjöf Fanndísar laglega í markið á 40. mínútu. Í raun var leiknum lokið eftir þetta, Blikastúlkur skelltu í lás varnarlega og voru síógnandi fram á við í gegnum Telmu og Fanndísi en norðanstúlkur áttu engin svör við vörn né sókn Blika. Það er þó spurning hvernig leikurinn hefði farið ef Andri Vigfússon hefði dæmt víti á Blika undir lok seinni hálfleiks en boltinn virtist klárlega fara í hönd varnarmanns Blika inn í teig eftir skot frá Karenu Nóadóttur, fyrirliða Þór/KA. Seinni hálfleikur spilaðist mikið til eins og sá fyrri en þó án marka. Þór/KA stúlkur voru með talsvert með boltann án þess að skapa sér færi og Blikastúlkur voru alltaf líklegri til að bæta við en norðanstúlkur að jafna. Úrslitin voru því sanngjörn og Blikastúlkur virka einfaldlega klassa fyrir ofan önnur lið í deildinni.Jóhann Kristinn: Hundóánægður með að fá ekki víti Jóhann Kristinn Gunnarssson þjálfari Þórs/KA telur að leikurinn hefði farið öðruvísi ef dómari leiksins hefði dæmt víti á Blika undir lok fyrri hálfleiks: „Ég er hundóánægður með að fá ekki víti til þess að komast inn í leikinn aftur. Mörk breyta leikjum og við vitum að við fáum ekki mörg færi á móti liði eins og Breiðablik.“ Hann var þó ánægður með að vinna á æfingasvæðinu væri farin að skila sér í leik liðsins: „Við byrjuðum vel en víti Blika hafði áhrif. Mér fannst við þó halda áfram og sýna karakter. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í að byggja upp. Við viljum ekki láta áföll á móti þessum stærri liðum hafa áhrif á okkur. Ég var ánægður með karakterinn í liðinu.“ Þór/KA hefur ekki spilað leik síðan 14. júní sl. en leik liðsins í síðustu umferð var frestað vegn EM kvenna u17. Jóhann Kristinn telur þó að það hafi ekki haft áhrif: „Nei, þetta virkar ekki svoleiðis. Við reyndum að æfa vel og einbeittum okkur að endurhæfingu enda verið í smá meiðslabrasi. Við áttum að vera ferskari í dag en Breiðablik. Menn rygða ekki svo glatt.“ Jóhann telur að breidd Blika hafi skilið liðin að hér í dag en hann ætlar þó ekki að styrkja lið sitt í leikmannaglugganum: „Við erum ekki alveg með jafn stóran og góðan hóp og Breiðablik eins og sést. Þær finna ekkert fyrir neinu þó þær spili 2-3 leiki á viku.“ „Við erum með ungar stelpur sem við keyrum á, stelpur fæddar 1995-1998 sem eru mikið á bekknum hjá okkur og ég hugsa að við keyrum mótið á þeim. Við eigum fína möguleika á því að að gera atlögu að toppbaráttu áfram þegar liðið okkar kemst í toppstand.“Þorsteinn: Varnarvinna liðsins lykilinn að góðum árangri í sumar Þorsteinn H. Halldórsson, annar af þjálfurum Breiðabliks var að vonum ánægður með sínar stelpur og taldi að fyrsta mark Blika hafi auðveldað þeim leikinn: „Fyrsta markið er mjög mikilvægt. Við gátum haldið skipulagi og þurftum ekkert að pressa og þar af leiðandi opnaðist vörnin okkar ekkert.“ Blikastúlkur eru mjög sterkar, bæði varnarlega og sóknarlega og Þorsteinn er mjög ánægður með framherja sína, þær Fanndísi og Telmu sem hafa skorað 16 af 25 mörkum Breiðabliks í sumar: „Það er mikill kostur og styrkur að hafa framherja sem skora reglulega, þær skora í hverjum leik.“ Það er þó fyrst og fremst varnarvinnan sem er lykillinn að góðum árangri Blika í sumar enda hefur liðið aðeins fengið á sig 2 mörk: „Styrkur leiksins hér í dag er styrkur varnarleiksins. Það ræður úrslitum, ekki sóknarleikur okkar.“ “Við fáum fá færi á okkur og erum mjög agaðar skipulagðar í varnarleiknum, annað af þessum tveimur mörkum sem við höfum fengið á okkur hefur verið úr víti. Varnarvinna alls liðsins skapar þéttleika okkar og í því felst styrkur okkar í sumar.“Rakel Hönnudóttir: Ekki skemmtilegasti fótboltaleikurinn til þess að horfa á Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var ánægð með sigurinn en taldi liðið geta gert betur: „Við sigldum þessu í land. Þetta var örugglega ekki skemmtilegasti fótboltaleikurinn til þess að horfa á en við gerðum nóg til að vinna. Við hefðum þó getað gert margt betur en sigur er sigur.“ Blikaliðið er taplaust það sem af er og Rakel var með svarið á reiðum höndum hverjir töfrarnir á bakvið það væru: „Við erum allar að stefna í sömu átt. Það leggja sig allar 100% fram, það eru engir farþegar ásamt því að það er góður mórall í liðinu. Það skilar sér.“ Rakel er uppalinn í liði Þórs/KA og spilaði lengi með liðinu. Hún var því mjög diplómatísk þegar hún var spurð að því hvort það væri sætara að vinna sigur á Þór/KA en öðrum liðum: „Það er alltaf gaman að vinna, sama hver andstæðingurinn er.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira