Lífið

Hrútar á kvikmyndahátíð sem slær tóninn fyrir Óskarsverðlaunin

Atli Ísleifsson skrifar
Grímur Hákonarson, leikstjóri verðlaunamyndarinnar Hrúta og Grímar Jónsson, framleiðandi hjá Netop films, eru mættir á kvikmyndahátíðina sem fram fer í Colorado í Bandaríkjunum.
Grímur Hákonarson, leikstjóri verðlaunamyndarinnar Hrúta og Grímar Jónsson, framleiðandi hjá Netop films, eru mættir á kvikmyndahátíðina sem fram fer í Colorado í Bandaríkjunum.
Kvikmyndin Hrútar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Telluride í Bandaríkjunum en 27 myndir eru valdar inn á hátíðina í ár.

Í tilkynningu frá aðstandendum Hrúta segir að hátíðin sé talin slá tóninn fyrir Óskarsverðlaunin sem verða afhent í lok febrúar á næsta ári.

Grímur Hákonarson, leikstjóri verðlaunamyndarinnar Hrúta og Grímar Jónsson, framleiðandi hjá Netop films, eru mættir á kvikmyndahátíðina sem fram fer í Colorado í Bandaríkjunum.

„Hátíðin, sem opnar í dag föstudag (4.september), er sú 42. í röðinni og er fræg fyrir að halda dagskránni leyndri fram á opnunardaginn sjálfan. Aðeins 27 myndir eru valdar til sýningar á hátíðinni sem einnig er þekkt fyrir að velja myndir sem eiga mikla möguleika á því að verða tilnefndar og vinna hin eftirsóttu Óskarsverðlaun. Fastagestir hátíðarinnar eru leikstjórar eins og Quintin Tarantino, David Lynch og Werner Herzog.

Á hátíðinni verða Hrútar frumsýndir þar vestanshafs en nú á dögunum tryggði framleiðslufyrirtækið Cohen Media Group sér sýningarréttinn í Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni.

„Við erum mjög ánægðir að vera komnir hérna í 3000m hæð og maður upplifir strax að stemningin hér er töluvert frábrugðin því sem við höfum kynnst í Evrópu undanfarna mánuði. Svo er líka spennandi að hitta bandaríska dreifingarfyrirtækið okkar. Íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast núna um helgina og sennilega góðar stundir framundan,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta.


Tengdar fréttir

Cohen kaupir Hrúta

Bandaríska framleiðslufyrirtækið Cohen Media Group hefur tryggt sér sýningarréttinn á íslensku kvikmyndinni Hrútar eftir Grím Hákonarson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.