Samkeppni sögð vera lítil hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 3. september 2015 09:30 Í skýrslu OECD er bent á að í sumum greinum þurfi stjórnvöld að gera meira til að stuðla að samkeppni. Til að mynda sé Mjólkursamsalan í einokunarstöðu á mjólkumarkaði. Vísir/Pjetur Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt. Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samkeppni er ábótavant í mörgum atvinnugreinum hér á landi og brýnt er að stjórnvöld bregðist við, íslenskum almenningi til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kom út í gær. „Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. OECD bendir á að aukin samkeppni stuðli að meiri framleiðni, sem sé til þess fallin að bæta lífskjör Íslendinga. „Grunnurinn í áherslum í okkar starfi er að framleiðni í innlenda þjónustugeiranum er ekki nægjanleg og virðist vera verri en í nágrannalöndum. Það er gríðarlega mikilvægt að nýta krafta samkeppninnar til þess að efla og auka framleiðni í þessum geira,“ segir Páll.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir brýnt að samkeppni sé öflug.„Liður í þessu er að stjórnvöld dragi úr aðgangshindrunum inn á markaðinn. Þær eru auðvitað að sumu leyti til staðar vegna þeirra laga og reglna sem hér gilda. Stjórnvöld geta gert það sem ýmis ríki sem þykja skara fram úr á þessu sviði hafa gert með því að fara í átak til þess að endurskoða lög sín og reglur,“ segir hann. Páll segir aðgangshindranir vera ýmiss konar. „Allt frá tollum og slíkum aðgangshindrunum og niður í það hvernig leyfisveitingum á einstökum mörkuðum er hagað,“ segir hann. Í skýrslu OECD er bent á að til að efla samkeppni ætti að einfalda reglur um leyfisveitingar og draga úr aðgangshindrunum. Þá er lagt til að Landsvirkjun losi eignarhlut sinn í virkjunum, Pósturinn verði einkavæddur til að stuðla að aukinni samkeppni og staða Mjólkursamsölunnar verði skoðuð. Þá myndi aukin erlend samkeppni vera til bóta. Stuðla mætti að henni með því að draga úr takmörkunum á innflutning og erlenda fjárfestingu. Vandi Íslands sé þó að stórum hluta að vegna fámennis geti verið erfitt að viðhalda samkeppni og ná stærðarhagkvæmni samtímis. Þess vegna sé brýnt að vel sé fylgst með að samkeppnislöggjöf sé fylgt.
Tengdar fréttir OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
OECD metur efnahagshorfur á Íslandi góðar Aðhald þarf þó í peningamálum vegna launahækkana sem samið var um fyrr á árinu. 1. september 2015 15:17