Hönnunarkeppni um nýbyggingu Landsbanka frestað Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 16:01 Hönnunarkeppni fyrir fyrirhugaða nýbyggingu Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur hefur verið frestað. Keppnin átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað meðal annars til að fara yfir sjónarmið sem komið hafa fram á síðustu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landsbankans. Gustað hefur um fyrirætlanir Landsbankans varðandi nýbyggingu í miðbænum en til stendur að byggja 16 þúsund fermetra byggingu við Reykjavíkurhöfn. Kostnaður við byggingu nýja hússins er áætlaður um átta milljarðar króna en gert er ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum frá því að húsið er tekið í notkun. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir. Markmiðið með hönnunarkeppninni var „að kalla fram metnaðarfullar hugmyndir um vandaða byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu og styrki miðbæ Reykjavíkur.“ Átti verkinu að ljúka árið 2019. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands en öllum verður gefinn kostur á að senda inn tillögur. Hvenær keppnin hefst er óljóst enn sem komið er. „Nánar verður gerð grein fyrir framhaldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Hönnunarkeppni fyrir fyrirhugaða nýbyggingu Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur hefur verið frestað. Keppnin átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað meðal annars til að fara yfir sjónarmið sem komið hafa fram á síðustu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landsbankans. Gustað hefur um fyrirætlanir Landsbankans varðandi nýbyggingu í miðbænum en til stendur að byggja 16 þúsund fermetra byggingu við Reykjavíkurhöfn. Kostnaður við byggingu nýja hússins er áætlaður um átta milljarðar króna en gert er ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum frá því að húsið er tekið í notkun. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir. Markmiðið með hönnunarkeppninni var „að kalla fram metnaðarfullar hugmyndir um vandaða byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu og styrki miðbæ Reykjavíkur.“ Átti verkinu að ljúka árið 2019. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands en öllum verður gefinn kostur á að senda inn tillögur. Hvenær keppnin hefst er óljóst enn sem komið er. „Nánar verður gerð grein fyrir framhaldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Landsbankans.
Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43
Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37
Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð Stjórn Landsbanka Íslands mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna. 26. febrúar 2015 17:21