Tónlist

Tónlistin talar við náttúrufegurðina

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tónlistarhátíðin fer fram í sjöunda sinn um helgina.
Tónlistarhátíðin fer fram í sjöunda sinn um helgina.
„Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir.

Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við.

Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum.

Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni.  Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.