Innlent

Helgi Björnsson, jöklafræðingur, heimsækir Melaskóla

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Dagur íslenskrar nátturu var haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Helgi Björnsson, jöklafræðingur, heimsótti Melaskóla þar sem krakkar í 7. bekk máttu spyrja hann spjörunum úr um jökla, ís og loftslagsmál.

Í dag kom einnig út barnabók sem Helgi skrifaði í samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands. Bókin hans Helga svarar 45 spurningum um loftslagsmál, á borð við „hvernig verða jöklar til“ og „eru jöklar á öðrum plánetum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×