Mótmæla útnefningu seðlabankastjóra Frakklands Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 François Villeroy de Galhau starfaði hjá BNP Paribas í ellefu ár. Vísir/AFP Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira