Merkel ver stefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. september 2015 07:00 Flóttafólk á vappi Serbíumegin landamæranna, en ungverska lögreglan bíður hinum megin albúin þess að handtaka hvern þann sem reynir að komast yfir eða undir girðinguna miklu. NordicPhotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flóttamenn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Flóttamenn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira