Sameinað vinstri ekkert verið rætt fanney birna jónsdóttir skrifar 8. maí 2015 07:00 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kannanir sem sýna dapurt persónufylgi vera sér umhugsunarefni. Hann ætli að leyfa sér að tala meira fyrir sínum hugsjónum og segja hlutina eins og þeir eru. Fréttablaðið/Andri Samfylkingin fagnaði fimmtán ára afmæli sínu á þriðjudaginn síðasta þann 5. maí. Stofnun flokksins leiddi saman fólk sem fram að því hafði verið pólitískir keppinautar og starfað í stjórnmálaflokkum sem voru ólíkir að uppbyggingu og höfðu viðhaft mismunandi verklag eða starfað utan flokka. Þessir flokkar voru Kvennalistinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, var fyrst kjörinn til að leiða flokkinn í febrúar 2013 en settist upphaflega á þing 2007. Í kosningum rétt eftir kjör Árna hlaut flokkurinn aðeins 12,9 prósenta fylgi, eftir að hafa leitt ríkisstjórn í fjögur ár, eftir hrun. Flokkurinn nýtur lítillar hylli um þessar mundir og mælist síðustu vikur með milli 10 og 15 prósenta fylgi. Á nýliðnum landsfundi í mars kom það óvænt upp með litlum fyrirvara að þingmaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn Árna sem síðan sigraði með aðeins einu atkvæði. Þrátt fyrir dapurt gengi og dramatískan landsfund sem sagður er hafa veikt formanninn verulega er Árni Páll brattur og bjartsýnn á þessum tímamótum hjá Samfylkingunni.Erfiður landsfundurEr flokkurinn klofinn eða laskaður eftir svona landsfund? „Mér finnst aðalatriðið vera að reyna að skilja áhyggjur fólks og bregðast við þeim. Ég hef túlkað skilaboðin með þeim hætti að fólk hafi áhyggjur af gengi flokksins og vilji að við skerpum rödd okkar, tölum skýrar og ákveðnar. Ég deili þeim áhyggjum og mun bregðast við þeim. En auðvitað sýna kannanir fyrst eftir landsfundinn að þetta skilaði okkur dýfu. En við munum vinna úr því.“ Árni Páll segir mikinn einhug fyrir því að tala skýrar fyrir jafnaðarstefnunni. „Auðvitað hefur þetta verið svolítið sérstök staða. Ég tók við flokknum rétt fyrir kosningar og svo innleysum við þetta mikla tap. Síðan hefur fyrri hluti kjörtímabilsins snúist mikið um að halda flokknum saman og taka forystuhlutverk í stjórnarandstöðu.“ Árni Páll segir það hafa valdið því að ásýnd flokksins hafi ekki verið sérlega skemmtileg og jafnvel oft neikvæð. „Þessi stjórnarandstaða hefur hins vegar skilað miklum árangri og við höfum náð ágætis viðspyrnu og víða mjög góðum úrslitum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Ég ætla að leyfa mér það nú á síðari hluta kjörtímabilsins að verja orkunni í að tala fyrir okkar sjónarmiðum og lausnum. Ríkisstjórnin þarf enga hjálp við það lengur að útskýra fyrir þjóðinni hversu vonlaus hún er.“Persónugerður vandi?Þú hefur ekki komið vel út persónulega úr skoðanakönnunum undanfarið. Er vandi Samfylkingarinnar að persónugerast í þér og af hverju nær flokkurinn ekki í fylgið sem fellur af ríkisstjórninni sem fer frekar til Pírata? „Svona kannanir eru mér umhugsunarefni og það er hollt að fá svona spegil. Ég held að stærsta ástæðan fyrir þessu sé sú að ég hef, eins og flokkurinn, verið stöðugt í frekar neikvæðu og gagnrýnu hlutverki síðustu ár. Ég þurfti líka sem ráðherra að taka margar óvinsælar ákvarðanir. En þær voru réttar. Og þegar öllu er á botninn hvolft skiptir meira máli að taka réttar ákvarðanir en vinsælar. Í grunninn er ég einlægur áhugamaður um samfélagsmál og með sterkar hugsjónir sem mig langar að tala fyrir og ég ætla bara að leyfa mér að gera meira af því. Það er mitt heit eftir landsfundinn og þessa mælingu.“ Árni Páll segir taka tíma að endurheimta traust. „Það er út af fyrir sig gleðiefni að fylgi fari af ríkisstjórninni. Ég held að stjórnmálin núna sýni bæði almenna þreytu með hefðbundin flokkastjórnmál eins og í öllum löndum Evrópu, og svo líka auðvitað afleiðingar þess að fylgi okkar og traust á flokknum hrundi í síðustu kosningum og það tekur tíma að endurvinna traust. Við vinnum það bara með verkum okkar.“Sameinað vinstriHugmyndir um sameinað vinstri hafa fengi byr undir báða vængi undanfarið eftir að ljóst varð að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, nýtur mikils persónufylgis. Hvernig tekur þú í þessar hugmyndir og myndir þú stíga til hliðar í slíku samstarfi fyrir Katrínu? „Ég hef sagt það oft að það sé mjög mikilvægt að reyna að byggja valkost umbótasinnaðra afla um annars konar stjórnarstefnu. Ég hef lagt mikið kapp á það að vinna með hinum stjórnarandstöðuflokkunum og það hefur gengið sífellt betur. Þessir flokkar eru að vinna saman í meirihluta í Reykjavík og gengur ágætlega. Það er líka mín sannfæring að falli ríkisstjórn beri stjórnarandstöðu siðferðileg skylda til að reyna að mynda meirihlutastjórn. Það hefur ekki verið rætt á vettvangi Samfylkingarinnar hvort ganga eigi til kosningabandalags og ég sé ekki betur en að það sé líka órætt í öðrum flokkum. Við skulum sjá hvernig þetta þróast.“ Um hvort Árni myndi stíga til hliðar fyrir Katrínu segir hann lítið. „Katrín Jakobsdóttir er góð vinkona mín og við vinnum náið saman. En ég held að persónur séu ekki aðalatriðið. Ég held að stjórnmálabarátta snúist um hugmyndir. Það er hins vegar mikil freisting að reyna að stytta sér leið og halda að einhverjar manneskjur geti breytt öllu. Íslensk stjórnmál eru í hugmyndakreppu og flokkarnir eru ekki að setja fram sýn um það sem mestu skiptir: Hvernig tryggja eigi framtíð fyrir unga fólkið okkar í þessu landi, fólkið sem er þegar flutt eða er að hugsa sér til hreyfings. Þar hefur hreyfing jafnaðarmanna svör umfram aðrar stjórnmálahreyfingar. Og óháð allri persónupólitík verður alltaf til hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi, löngu eftir minn dag.“Evrópusambandið enn viðeigandiNú er ástandið á vinnumarkaði erfitt og jafnaðarmenn sagðir í of litlu sambandi við verkalýðshreyfinguna og einblína um of á aðild að Evrópusambandinu. Ert þú ósammála því? „ESB-umsóknin hefur ekki spillt fyrir samstarfi við verkalýðshreyfinguna enda umsóknin átt mikið fylgi meðal verkalýðshreyfingarinnar. Ástæðan er sú að á Íslandi öfugt við öll önnur vestræn lönd býr launafólk hér ekki við stöðugan gjaldmiðil. Ég hef lagt höfuðáherslu á náið og mikið samband við verkalýðshreyfinguna. Við höfum borið saman bækur okkar og flokkurinn notað þingstyrk sinn til að berjast fyrir réttindum launafólks. Við höfum þannig lagt okkur fram við að styðja við verkalýðshreyfinguna. Það væri betri staða á vinnumarkaði ef ríkisstjórnin hefði tileinkað sér slík vinnubrögð.“ Árni segir það enn forgangsatriði að tryggja að dyrum að ESB verði ekki lokað fyrir þjóðinni. „Það er yfirgnæfandi stuðningur við þá afstöðu að vilja halda þessum möguleika opnum. Við búum enn við höft sem ríkisstjórnin segist á nokkurra mánaða fresti ætla að afnema eftir sex mánuði. Með hverjum deginum verður ólíklegra að það takist á þessu kjörtímabili og helstu sérfræðingar eru farnir að horfa aftur til þeirrar leiðar sem við lögðum til í ríkisstjórn, að nýta þátttöku í gjaldmiðilssamstarfi til þess að leysa þennan vanda. Og þá erum við ekki byrjuð að ræða alla hina kostina við aðild. Dyrnar þurfa að standa opnar.“En hvað býður Samfylkingin upp á í hinu pólitíska litrófi sem ekki er að finna í öðrum flokkum? „Samfylkingin býður upp á margprófaða formúlu hinnar norrænu jafnaðarstefnu. Þar sem opinber útgjöld til heilbrigðis- og menntamála eru ekki talin óþarfa eyðsla, heldur eru viðurkennd sem forsenda hagvaxtar og réttlætis. Þar sem unnið er gegn misskiptingu og öllum tryggð jöfn tækifæri. Jafnaðarstefnan leggur áherslu á að búa til verðmæti, en dreifa þeim með sanngjörnum hætti og tryggja þjóðinni arð af sameiginlegum auðlindum. Við þurfum að skapa traust og stjórna með gagnsæjum hætti í almannaþágu. Þessi aðferðafræði hefur skapað þau samfélög sem Íslendingar eru að flytja til þegar þeir kjósa að greiða atkvæði með fótunum. Við þurfum ekki að sætta okkur við að fólkið flytji út til að búa við góð kjör og velferð. Við getum alveg eins flutt inn norræna velsæld og stjórnarfar. Það mun skila okkur hámarksárangri og góðu samfélagi,“ segir Árni Páll að lokum. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Samfylkingin fagnaði fimmtán ára afmæli sínu á þriðjudaginn síðasta þann 5. maí. Stofnun flokksins leiddi saman fólk sem fram að því hafði verið pólitískir keppinautar og starfað í stjórnmálaflokkum sem voru ólíkir að uppbyggingu og höfðu viðhaft mismunandi verklag eða starfað utan flokka. Þessir flokkar voru Kvennalistinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, var fyrst kjörinn til að leiða flokkinn í febrúar 2013 en settist upphaflega á þing 2007. Í kosningum rétt eftir kjör Árna hlaut flokkurinn aðeins 12,9 prósenta fylgi, eftir að hafa leitt ríkisstjórn í fjögur ár, eftir hrun. Flokkurinn nýtur lítillar hylli um þessar mundir og mælist síðustu vikur með milli 10 og 15 prósenta fylgi. Á nýliðnum landsfundi í mars kom það óvænt upp með litlum fyrirvara að þingmaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn Árna sem síðan sigraði með aðeins einu atkvæði. Þrátt fyrir dapurt gengi og dramatískan landsfund sem sagður er hafa veikt formanninn verulega er Árni Páll brattur og bjartsýnn á þessum tímamótum hjá Samfylkingunni.Erfiður landsfundurEr flokkurinn klofinn eða laskaður eftir svona landsfund? „Mér finnst aðalatriðið vera að reyna að skilja áhyggjur fólks og bregðast við þeim. Ég hef túlkað skilaboðin með þeim hætti að fólk hafi áhyggjur af gengi flokksins og vilji að við skerpum rödd okkar, tölum skýrar og ákveðnar. Ég deili þeim áhyggjum og mun bregðast við þeim. En auðvitað sýna kannanir fyrst eftir landsfundinn að þetta skilaði okkur dýfu. En við munum vinna úr því.“ Árni Páll segir mikinn einhug fyrir því að tala skýrar fyrir jafnaðarstefnunni. „Auðvitað hefur þetta verið svolítið sérstök staða. Ég tók við flokknum rétt fyrir kosningar og svo innleysum við þetta mikla tap. Síðan hefur fyrri hluti kjörtímabilsins snúist mikið um að halda flokknum saman og taka forystuhlutverk í stjórnarandstöðu.“ Árni Páll segir það hafa valdið því að ásýnd flokksins hafi ekki verið sérlega skemmtileg og jafnvel oft neikvæð. „Þessi stjórnarandstaða hefur hins vegar skilað miklum árangri og við höfum náð ágætis viðspyrnu og víða mjög góðum úrslitum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Ég ætla að leyfa mér það nú á síðari hluta kjörtímabilsins að verja orkunni í að tala fyrir okkar sjónarmiðum og lausnum. Ríkisstjórnin þarf enga hjálp við það lengur að útskýra fyrir þjóðinni hversu vonlaus hún er.“Persónugerður vandi?Þú hefur ekki komið vel út persónulega úr skoðanakönnunum undanfarið. Er vandi Samfylkingarinnar að persónugerast í þér og af hverju nær flokkurinn ekki í fylgið sem fellur af ríkisstjórninni sem fer frekar til Pírata? „Svona kannanir eru mér umhugsunarefni og það er hollt að fá svona spegil. Ég held að stærsta ástæðan fyrir þessu sé sú að ég hef, eins og flokkurinn, verið stöðugt í frekar neikvæðu og gagnrýnu hlutverki síðustu ár. Ég þurfti líka sem ráðherra að taka margar óvinsælar ákvarðanir. En þær voru réttar. Og þegar öllu er á botninn hvolft skiptir meira máli að taka réttar ákvarðanir en vinsælar. Í grunninn er ég einlægur áhugamaður um samfélagsmál og með sterkar hugsjónir sem mig langar að tala fyrir og ég ætla bara að leyfa mér að gera meira af því. Það er mitt heit eftir landsfundinn og þessa mælingu.“ Árni Páll segir taka tíma að endurheimta traust. „Það er út af fyrir sig gleðiefni að fylgi fari af ríkisstjórninni. Ég held að stjórnmálin núna sýni bæði almenna þreytu með hefðbundin flokkastjórnmál eins og í öllum löndum Evrópu, og svo líka auðvitað afleiðingar þess að fylgi okkar og traust á flokknum hrundi í síðustu kosningum og það tekur tíma að endurvinna traust. Við vinnum það bara með verkum okkar.“Sameinað vinstriHugmyndir um sameinað vinstri hafa fengi byr undir báða vængi undanfarið eftir að ljóst varð að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, nýtur mikils persónufylgis. Hvernig tekur þú í þessar hugmyndir og myndir þú stíga til hliðar í slíku samstarfi fyrir Katrínu? „Ég hef sagt það oft að það sé mjög mikilvægt að reyna að byggja valkost umbótasinnaðra afla um annars konar stjórnarstefnu. Ég hef lagt mikið kapp á það að vinna með hinum stjórnarandstöðuflokkunum og það hefur gengið sífellt betur. Þessir flokkar eru að vinna saman í meirihluta í Reykjavík og gengur ágætlega. Það er líka mín sannfæring að falli ríkisstjórn beri stjórnarandstöðu siðferðileg skylda til að reyna að mynda meirihlutastjórn. Það hefur ekki verið rætt á vettvangi Samfylkingarinnar hvort ganga eigi til kosningabandalags og ég sé ekki betur en að það sé líka órætt í öðrum flokkum. Við skulum sjá hvernig þetta þróast.“ Um hvort Árni myndi stíga til hliðar fyrir Katrínu segir hann lítið. „Katrín Jakobsdóttir er góð vinkona mín og við vinnum náið saman. En ég held að persónur séu ekki aðalatriðið. Ég held að stjórnmálabarátta snúist um hugmyndir. Það er hins vegar mikil freisting að reyna að stytta sér leið og halda að einhverjar manneskjur geti breytt öllu. Íslensk stjórnmál eru í hugmyndakreppu og flokkarnir eru ekki að setja fram sýn um það sem mestu skiptir: Hvernig tryggja eigi framtíð fyrir unga fólkið okkar í þessu landi, fólkið sem er þegar flutt eða er að hugsa sér til hreyfings. Þar hefur hreyfing jafnaðarmanna svör umfram aðrar stjórnmálahreyfingar. Og óháð allri persónupólitík verður alltaf til hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi, löngu eftir minn dag.“Evrópusambandið enn viðeigandiNú er ástandið á vinnumarkaði erfitt og jafnaðarmenn sagðir í of litlu sambandi við verkalýðshreyfinguna og einblína um of á aðild að Evrópusambandinu. Ert þú ósammála því? „ESB-umsóknin hefur ekki spillt fyrir samstarfi við verkalýðshreyfinguna enda umsóknin átt mikið fylgi meðal verkalýðshreyfingarinnar. Ástæðan er sú að á Íslandi öfugt við öll önnur vestræn lönd býr launafólk hér ekki við stöðugan gjaldmiðil. Ég hef lagt höfuðáherslu á náið og mikið samband við verkalýðshreyfinguna. Við höfum borið saman bækur okkar og flokkurinn notað þingstyrk sinn til að berjast fyrir réttindum launafólks. Við höfum þannig lagt okkur fram við að styðja við verkalýðshreyfinguna. Það væri betri staða á vinnumarkaði ef ríkisstjórnin hefði tileinkað sér slík vinnubrögð.“ Árni segir það enn forgangsatriði að tryggja að dyrum að ESB verði ekki lokað fyrir þjóðinni. „Það er yfirgnæfandi stuðningur við þá afstöðu að vilja halda þessum möguleika opnum. Við búum enn við höft sem ríkisstjórnin segist á nokkurra mánaða fresti ætla að afnema eftir sex mánuði. Með hverjum deginum verður ólíklegra að það takist á þessu kjörtímabili og helstu sérfræðingar eru farnir að horfa aftur til þeirrar leiðar sem við lögðum til í ríkisstjórn, að nýta þátttöku í gjaldmiðilssamstarfi til þess að leysa þennan vanda. Og þá erum við ekki byrjuð að ræða alla hina kostina við aðild. Dyrnar þurfa að standa opnar.“En hvað býður Samfylkingin upp á í hinu pólitíska litrófi sem ekki er að finna í öðrum flokkum? „Samfylkingin býður upp á margprófaða formúlu hinnar norrænu jafnaðarstefnu. Þar sem opinber útgjöld til heilbrigðis- og menntamála eru ekki talin óþarfa eyðsla, heldur eru viðurkennd sem forsenda hagvaxtar og réttlætis. Þar sem unnið er gegn misskiptingu og öllum tryggð jöfn tækifæri. Jafnaðarstefnan leggur áherslu á að búa til verðmæti, en dreifa þeim með sanngjörnum hætti og tryggja þjóðinni arð af sameiginlegum auðlindum. Við þurfum að skapa traust og stjórna með gagnsæjum hætti í almannaþágu. Þessi aðferðafræði hefur skapað þau samfélög sem Íslendingar eru að flytja til þegar þeir kjósa að greiða atkvæði með fótunum. Við þurfum ekki að sætta okkur við að fólkið flytji út til að búa við góð kjör og velferð. Við getum alveg eins flutt inn norræna velsæld og stjórnarfar. Það mun skila okkur hámarksárangri og góðu samfélagi,“ segir Árni Páll að lokum.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira