Innlent

Leikskólar þrifnir fyrir opnun

sveinn arnarsson skrifar
Nokkrir leikskólar verða þrifnir áður en skólahald hefst. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið í könnunarferðir á leikskóla vegna verkfalls ræstingastarfsmanna.
Nokkrir leikskólar verða þrifnir áður en skólahald hefst. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið í könnunarferðir á leikskóla vegna verkfalls ræstingastarfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Leikskólar á Akureyri verða opnir í dag þrátt fyrir að hafa ekki verið ræstir í tvo daga. Akureyrarbær telur sig í fullum rétti. „Við lítum svo á að börnin eru í óræstum skóla í tvo daga. Þau koma að skólanum óræstum á fimmtudegi og föstudegi. Skólinn verður síðan ræstur í dag eftir skólatíma og því munu börnin koma að skólanum ræstum á mánudagsmorgni. Þannig lítum við á að börnin komi að skólanum óræstum í aðeins tvo daga og það sé innan þeirra marka sem okkur eru sett. Því þarf ekki að raska skólastarfi á Akureyri,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrar.

Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, segir leikskóla hafa verið skoðaða í gær og einnig í dag. Hann segir nokkra leikskóla bæjarins verða ræsta í fyrramálið áður en skólahald hefst til að tryggja heilsusamlegar aðstæður fyrir skólabörn og starfsfólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×