Handbolti

Fyrsti sigur Eyjamanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári Kristján fagnaði sigri á gamla heimavellinum.
Kári Kristján fagnaði sigri á gamla heimavellinum. vísir/vilhelm
ÍBV vann sinn fyrsta leik í Olís-deild karla þegar Eyjamenn sóttu Íslandsmeistara Hauka heim í dag. Lokatölur 19-21, ÍBV í vil.

Theodór Sigurbjörnsson hefur byrjað tímabilið frábærlega og hornamaðurinn knái hélt uppteknum hætti í dag. Theodór skoraði níu mörk fyrir Eyjamenn sem leiddu með sex mörkum, 5-11, í hálfleik.

Haukarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og hófu hann á 5-1 kafla. Þeir náðu svo loksins að jafna í 17-17 þegar átta mínútur voru eftir.

Elías Már Halldórsson kom Haukum svo yfir, 19-18, í fyrsta skipti þegar fjórar mínútur voru eftir. En Eyjamenn reyndust sterkari á lokakaflanum; Andri Heimir Friðriksson jafnaði metin í 19-19 og það var svo Dagur Arnarsson sem tryggði ÍBV sigurinn með því að skora tvö síðustu mörk leiksins.

Theodór var sem áður sagði markahæstur í liði Eyjamanna en Andri Heimir kom næstur með fjögur mörk. Elías Már skoraði mest fyrir Hauka, eða sjö mörk.

Mörk Hauka:

Elías Már Halldórsson 7, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Janus Daði Smárason 3, Leonharð Harðarson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2/1, Heimir Óli Heimisson 1.

Mörk ÍBV:

Theodór Sigurbjörnsson 9/3, Andri Heimir Friðriksson 4, Dagur Arnarsson 2, Magnús Stefánsson 2, Einar Sverrisson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×