Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2015 15:00 María, Orri og Brynja vita alveg hvað þau eru að tala um. Mýrarboltamótið verður haldið í tíunda skipti um Verslunarmannahelgina og fer það að vanda fram í Tunguskógi í Skutulsfirði. Mótið hefst á föstudagskvöldinu og síðan verður bara spilaður drullubolti næstu daga. Mýrarboltinn er ein stærsta útihátíðin á Íslandi og er hátíðin orðin gríðarlega vinsæl. Lífið hefur fengið til liðs við sig þrjá sérstaka sérfræðinga um Mýrarboltamótið og hvernig hægt er að hámarka gleðina fyrir þá sem ætla að drulla sér vestur.María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri GOmobile: „Mikilvægast að taka með sér nóg af auka fötum, teppi en mestu máli skiptir að vera í peppuðu og vel skipulögðu liði. Og TEIP til að teipa skóna fasta svo þeir detti ekki af í drullunni. Ekki missa af stemningunni á mótssvæðinu yfir daginn, þó maður sé kaldur og blautur þá er skemmtilegast að vera með bara góðan stað þar sem liðið kemur saman og nóg af teppum. Ef maður er í skemmtilegu liði þá skapar maður óendanlega margar góðar minningar, það að keppa er drulluerfitt en algjörlega þess virði, svo eru líka alls konar ekta sveitaböll og þannig sem skemmtilegt er að upplifa. Búningarnir eru mikilvægir og það er náttúrulega langbest að vera búin að pæla mikið í þeim. Mitt lið hefur alltaf verið alveg glatað í Mýrarbolta en í glæsilegum búningum. Maður verðir að velja og hafna. En besta dressið er náttúrulega eitthvað Vatnshelt sem að hrindir drullunni frá og auðvelt er að skola.“Orri Freyr Rúnarsson, útvarpsmaður á X-977: „Það sem gerir hátíðina sérstaka er fyrst og fremst staðsetningin, fátt sem toppar að kyngja síðasta sopanum af volgu vatni með Treo í þann mund sem maður mætir á Mýrarboltasvæðið.María og vinkonur hennar kunna þetta.vísirÞað er líka eitthvað svo óraunverulegt að standa fyrir framan drullupytt á sunnudagsmorgni á meðan að jólasveinar, skátar, górillur og aðrar furðuverur arka um svæðið drullugar upp fyrir haus. Á Mýrarboltanum gildir ekkert bull um að taka góða skapið með sér, mikilvægast er að mæta með keppnisskapið. Svo er ekki verra að taka eitthvað af hlýjum fötum til að skutla yfir sig strax eftir leiki í drullunni, þó svo að Ísafjörður sé oft kallaður Ibizafjörður getur orðið ansi kalt ef maður er vel blautur og drullugur upp fyrir haus. Ef þú ætlar að gista á tjaldsvæðinu er svo sterkur leikur að taka tjaldbúnað með sér. Það er alltaf fjör á MýrarboltamótinuMyndi tala við heimamenn og komast að því hvenær liðið „Píkubanar“ mæta á svæðið, innkoma þeirra hefur verið á heimsmælikvarða og eitthvað sem enginn ætti að missa af. Hið fullkomna Mýrarbolta dress er frumlegt, óþægilegt, fyrirferðarmikið og eitthvað sem hentar afar illa í bleytu og drulluBrynja Huld Óskarsdóttir, Ísfirðingur: „Mikilvægast að taka með sér á mýrarboltann er án nokkurs vafa getnaðarvarnir, því ég hugsa að fæstir séu til í hinar alræmdu afleiðingar verslunarmannahelgar, svokölluðum síð-apríl-byrjun-maí-börnum. Annað mikilvægt væri að taka með sér teppi til að hlýja sér á milli leikja svo ekki þurfi að grípa til þess ráðs að stela gardínum úr stofunni hjá mömmu sinni til að nota sem teppi (en að sjálfsögðu verður besta veðrið á Ísafirði). Alls ekki má missa af innkomu Píkubananna á laugardagsmorgun, þeir gera í því að toppa sjálfa sig í innkomu ár eftir ár og má búast við því að þeir gangi fram af sjálfum sér og öðrum í ár. Það sem gerir þessa hátíð sérstaka er náttúrulega það að hún er haldin í besta bæ á Íslandi. Hið fullkomna dress á mýrarboltann væri að sjálfsögðu að vera í einhverju ferlega smart búningi og svo djammhæf á kvöldin. Plís elsku 101-hipsterar, það er malbik á Ísafirði, sturtur, sundlaugar og skemmtistaðir, svo að staðalfjallgöngubúnaður er óþarfur þó svo þið séuð komin út á land. Ein ást samt.“ Mýrarboltinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Mýrarboltamótið verður haldið í tíunda skipti um Verslunarmannahelgina og fer það að vanda fram í Tunguskógi í Skutulsfirði. Mótið hefst á föstudagskvöldinu og síðan verður bara spilaður drullubolti næstu daga. Mýrarboltinn er ein stærsta útihátíðin á Íslandi og er hátíðin orðin gríðarlega vinsæl. Lífið hefur fengið til liðs við sig þrjá sérstaka sérfræðinga um Mýrarboltamótið og hvernig hægt er að hámarka gleðina fyrir þá sem ætla að drulla sér vestur.María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri GOmobile: „Mikilvægast að taka með sér nóg af auka fötum, teppi en mestu máli skiptir að vera í peppuðu og vel skipulögðu liði. Og TEIP til að teipa skóna fasta svo þeir detti ekki af í drullunni. Ekki missa af stemningunni á mótssvæðinu yfir daginn, þó maður sé kaldur og blautur þá er skemmtilegast að vera með bara góðan stað þar sem liðið kemur saman og nóg af teppum. Ef maður er í skemmtilegu liði þá skapar maður óendanlega margar góðar minningar, það að keppa er drulluerfitt en algjörlega þess virði, svo eru líka alls konar ekta sveitaböll og þannig sem skemmtilegt er að upplifa. Búningarnir eru mikilvægir og það er náttúrulega langbest að vera búin að pæla mikið í þeim. Mitt lið hefur alltaf verið alveg glatað í Mýrarbolta en í glæsilegum búningum. Maður verðir að velja og hafna. En besta dressið er náttúrulega eitthvað Vatnshelt sem að hrindir drullunni frá og auðvelt er að skola.“Orri Freyr Rúnarsson, útvarpsmaður á X-977: „Það sem gerir hátíðina sérstaka er fyrst og fremst staðsetningin, fátt sem toppar að kyngja síðasta sopanum af volgu vatni með Treo í þann mund sem maður mætir á Mýrarboltasvæðið.María og vinkonur hennar kunna þetta.vísirÞað er líka eitthvað svo óraunverulegt að standa fyrir framan drullupytt á sunnudagsmorgni á meðan að jólasveinar, skátar, górillur og aðrar furðuverur arka um svæðið drullugar upp fyrir haus. Á Mýrarboltanum gildir ekkert bull um að taka góða skapið með sér, mikilvægast er að mæta með keppnisskapið. Svo er ekki verra að taka eitthvað af hlýjum fötum til að skutla yfir sig strax eftir leiki í drullunni, þó svo að Ísafjörður sé oft kallaður Ibizafjörður getur orðið ansi kalt ef maður er vel blautur og drullugur upp fyrir haus. Ef þú ætlar að gista á tjaldsvæðinu er svo sterkur leikur að taka tjaldbúnað með sér. Það er alltaf fjör á MýrarboltamótinuMyndi tala við heimamenn og komast að því hvenær liðið „Píkubanar“ mæta á svæðið, innkoma þeirra hefur verið á heimsmælikvarða og eitthvað sem enginn ætti að missa af. Hið fullkomna Mýrarbolta dress er frumlegt, óþægilegt, fyrirferðarmikið og eitthvað sem hentar afar illa í bleytu og drulluBrynja Huld Óskarsdóttir, Ísfirðingur: „Mikilvægast að taka með sér á mýrarboltann er án nokkurs vafa getnaðarvarnir, því ég hugsa að fæstir séu til í hinar alræmdu afleiðingar verslunarmannahelgar, svokölluðum síð-apríl-byrjun-maí-börnum. Annað mikilvægt væri að taka með sér teppi til að hlýja sér á milli leikja svo ekki þurfi að grípa til þess ráðs að stela gardínum úr stofunni hjá mömmu sinni til að nota sem teppi (en að sjálfsögðu verður besta veðrið á Ísafirði). Alls ekki má missa af innkomu Píkubananna á laugardagsmorgun, þeir gera í því að toppa sjálfa sig í innkomu ár eftir ár og má búast við því að þeir gangi fram af sjálfum sér og öðrum í ár. Það sem gerir þessa hátíð sérstaka er náttúrulega það að hún er haldin í besta bæ á Íslandi. Hið fullkomna dress á mýrarboltann væri að sjálfsögðu að vera í einhverju ferlega smart búningi og svo djammhæf á kvöldin. Plís elsku 101-hipsterar, það er malbik á Ísafirði, sturtur, sundlaugar og skemmtistaðir, svo að staðalfjallgöngubúnaður er óþarfur þó svo þið séuð komin út á land. Ein ást samt.“
Mýrarboltinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira