Gaupi um Ísak Rafnsson: Drengurinn var eins og slytti gegn Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2015 17:32 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365, var á meðal gesta hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Gaupi fór þar yfir byrjunina á Olís-deild karla í handbolta en fyrstu tveimur umferðum deildarinnar er lokið. Sú þriðja hefst svo í kvöld með fjórum leikjum. „Þetta fer af stað eins og menn reiknuðu með,“ sagði Gaupi. „Auðvitað er deildin svolítið brennimerkt af því að í flestum liðum deildarinnar eru mjög ungir leikmenn. Þetta er eiginlega ungmennadeild. Okkur vantar tilfinnanlega reynslumeiri leikmenn. „Ef þú ferð yfir þann hóp leikmanna sem eru að leika í deildinni, þá eru þeir leikmenn teljandi á fingrum annarar handar sem eru í alþjóðlegum gæðaflokki; það vill segja leikmenn sem gætu hugsanlega spilað í 3-4 bestu deildum heims.“Sjaldan verið jafn mikill efniviður í deildinni Gaupi tekur þó fram að það séu margir efnilegir leikmenn í Olís-deildinni, þ.á.m. strákarnir í U-19 ára landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í Rússlandi í síðasta mánuði. „Ég held að deildin hafi sjaldan eða aldrei verið jafn vel mönnuð af ungum og efnilegum leikmönnum og nú,“ sagði Gaupi sem setur spurningarmerki við þá ákvörðun margra íslenskra leikmanna að spila í lakari deildum, s.s. í Noregi og Svíþjóð. „Það sem hefur svolítið verið að gerast hjá okkur á undanförnum árum er að leikmenn hafa verið að sækja í léttari deildir, farið til Svíþjóð, jafnvel brugðið sér til Noregs og leikið í 2. deildinni í Þýskalandi. Mér finnst þetta ekki heppileg þróun. „Menn hafa líka verið að fara til Danmerkur sem er mjög sterk deild. En danska deildin, eins og hún er skipuð í dag, er líklega slakasta danska deildin í áratug.“Afturelding verður í erfiðleikum Gaupi telur að Valur, Haukar og ÍBV muni berjast á toppi Olís-deildarinnar í vetur. „Það eru fyrst og síðast þrjú lið sem mér líst best á, það eru Valur, Haukar og ÍBV. Ég held að þetta séu þrjú sterkustu liðin,“ sagði Gaupi og bætti því að Afturelding, silfurliðið frá því í fyrra, gæti verið í vandræðum framan af vetri. „Afturelding hefur misst mikið af leikmönnum. Elvar Ásgeirsson meiddist í aðdraganda tímabilsins, Jóhann Gunnar Einarsson er meiddur og Örn Ingi Bjarkason er farinn, þannig að þeir verða í erfiðleikum, í það minnsta framan af móti.“ Gaupi segir að gott starf sé unnið hjá liðum eins og ÍR og Fram og þá er hann hrifinn af nýliðum Gróttu sem kjöldrógu FH-inga á mánudaginn, 33-26. „Ég sá leik Gróttu og FH og var afar hrifinn af Gróttuliðinu. Það er reyndar gríðarlega mikið af ungum strákum í liðinu en þeir eru mjög vel á sig komnir og greinilega mjög vel líkamlega þjálfaðir. Þeir voru skynsamir og spiluðu góðan bolta „Þar eru leikmenn sem eru mjög athyglisverðir. Viggó Kristjánsson, fyrrverandi fótboltamaður sem valdi handboltann fyrir tveimur árum, og hefði átt að gera það miklu fyrr, er frábær leikmaður. Svo er leikstjórnandinn Aron Dagur Pálsson gríðarlega mikið efni,“ sagði Gaupi sem var ekki jafn hrifinn af FH-liðinu.Líkamlegt ástand FH-inga ekki nógu gott „Mér fannst Gróttumenn vera í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi. Það hefur vantað hjá okkur undangengnum árum og sá þáttur hefur verið vanræktur. „FH-ingar ollu mér gríðarlegum vonbrigðum, einfaldlega vegna þess að mér fannst þeir ekki tilbúnir líkamlega í þennan slag. Þar eru leikmenn sem ég hef verið mjög hrifinn af, eins og Ísak Rafnsson sem ég hélt að yrði landsliðsmaður. „En drengurinn var eins og slytti í þessum leik og miðað við þennan leik hefur hann litlu bætt við sig á síðustu tveimur árum. Hann þarf heldur betur að bíta í skjaldarrendur því þetta er drengur, sem með réttri þjálfun og góðri ástundun, getur komist í bestu deildir heims,“ sagði Gaupi.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365, var á meðal gesta hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Gaupi fór þar yfir byrjunina á Olís-deild karla í handbolta en fyrstu tveimur umferðum deildarinnar er lokið. Sú þriðja hefst svo í kvöld með fjórum leikjum. „Þetta fer af stað eins og menn reiknuðu með,“ sagði Gaupi. „Auðvitað er deildin svolítið brennimerkt af því að í flestum liðum deildarinnar eru mjög ungir leikmenn. Þetta er eiginlega ungmennadeild. Okkur vantar tilfinnanlega reynslumeiri leikmenn. „Ef þú ferð yfir þann hóp leikmanna sem eru að leika í deildinni, þá eru þeir leikmenn teljandi á fingrum annarar handar sem eru í alþjóðlegum gæðaflokki; það vill segja leikmenn sem gætu hugsanlega spilað í 3-4 bestu deildum heims.“Sjaldan verið jafn mikill efniviður í deildinni Gaupi tekur þó fram að það séu margir efnilegir leikmenn í Olís-deildinni, þ.á.m. strákarnir í U-19 ára landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í Rússlandi í síðasta mánuði. „Ég held að deildin hafi sjaldan eða aldrei verið jafn vel mönnuð af ungum og efnilegum leikmönnum og nú,“ sagði Gaupi sem setur spurningarmerki við þá ákvörðun margra íslenskra leikmanna að spila í lakari deildum, s.s. í Noregi og Svíþjóð. „Það sem hefur svolítið verið að gerast hjá okkur á undanförnum árum er að leikmenn hafa verið að sækja í léttari deildir, farið til Svíþjóð, jafnvel brugðið sér til Noregs og leikið í 2. deildinni í Þýskalandi. Mér finnst þetta ekki heppileg þróun. „Menn hafa líka verið að fara til Danmerkur sem er mjög sterk deild. En danska deildin, eins og hún er skipuð í dag, er líklega slakasta danska deildin í áratug.“Afturelding verður í erfiðleikum Gaupi telur að Valur, Haukar og ÍBV muni berjast á toppi Olís-deildarinnar í vetur. „Það eru fyrst og síðast þrjú lið sem mér líst best á, það eru Valur, Haukar og ÍBV. Ég held að þetta séu þrjú sterkustu liðin,“ sagði Gaupi og bætti því að Afturelding, silfurliðið frá því í fyrra, gæti verið í vandræðum framan af vetri. „Afturelding hefur misst mikið af leikmönnum. Elvar Ásgeirsson meiddist í aðdraganda tímabilsins, Jóhann Gunnar Einarsson er meiddur og Örn Ingi Bjarkason er farinn, þannig að þeir verða í erfiðleikum, í það minnsta framan af móti.“ Gaupi segir að gott starf sé unnið hjá liðum eins og ÍR og Fram og þá er hann hrifinn af nýliðum Gróttu sem kjöldrógu FH-inga á mánudaginn, 33-26. „Ég sá leik Gróttu og FH og var afar hrifinn af Gróttuliðinu. Það er reyndar gríðarlega mikið af ungum strákum í liðinu en þeir eru mjög vel á sig komnir og greinilega mjög vel líkamlega þjálfaðir. Þeir voru skynsamir og spiluðu góðan bolta „Þar eru leikmenn sem eru mjög athyglisverðir. Viggó Kristjánsson, fyrrverandi fótboltamaður sem valdi handboltann fyrir tveimur árum, og hefði átt að gera það miklu fyrr, er frábær leikmaður. Svo er leikstjórnandinn Aron Dagur Pálsson gríðarlega mikið efni,“ sagði Gaupi sem var ekki jafn hrifinn af FH-liðinu.Líkamlegt ástand FH-inga ekki nógu gott „Mér fannst Gróttumenn vera í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi. Það hefur vantað hjá okkur undangengnum árum og sá þáttur hefur verið vanræktur. „FH-ingar ollu mér gríðarlegum vonbrigðum, einfaldlega vegna þess að mér fannst þeir ekki tilbúnir líkamlega í þennan slag. Þar eru leikmenn sem ég hef verið mjög hrifinn af, eins og Ísak Rafnsson sem ég hélt að yrði landsliðsmaður. „En drengurinn var eins og slytti í þessum leik og miðað við þennan leik hefur hann litlu bætt við sig á síðustu tveimur árum. Hann þarf heldur betur að bíta í skjaldarrendur því þetta er drengur, sem með réttri þjálfun og góðri ástundun, getur komist í bestu deildir heims,“ sagði Gaupi.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira