Liverpool mætti franska liðinu Bordeaux og fór heim með aðeins eitt stig eftir 1-1 jafntefli þrátt fyrir að komast yfir í leiknum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Adam Lallana fallegt mark eftir laglegan einleik í teignum, 1-0, á 66. mínútu.
Heimamenn í Bordeaux jöfnuðu metin á 81. mínútu þegar Jussie skoraði, 1-1, en Liverpool átti eftir að fá dauðafæri til að vinna leikinn.
Danny Ings, sem enn á eftir að skora fyrir Liverpool á leiktíðinni, komst einn á móti markverði heimamanna sem varði frábærlega frá enska framherjanum.
Ekki besta byrjunin hjá lærisveinum Brendans Rodgers en ágætis stig á útivelli.