Rútan fór á hliðina í vegkantinum en engan sakaði, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi. Mikil hálka var á veginum og kom mikið skafrenningskóf öðru hvoru.
Björgunarsveitirnar Klakkur og Berserkir voru sendar á staðinn til að fara með ferðamennina til byggða og gekk það vel.
Þá lenti ökumaður jeppabifreiðar í vandræðum á Fróðárheiði í morgun og var honum komið í samband við dráttarbílaþjónustu. Heiðin er talin ófær öllum bílum.