Gleðileg jól við fallega skreytt jólatréð 24. desember 2015 18:15 Hugfanginn Arnar Ingi sat heillengi og dáðist að jólatrénu sem hann fékk að skreyta alveg sjálfur. mynd/heiðar örn jónsson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna, og nokkrar fleiri til, fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Heiðar Örn Jónsson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Heiðars er af tveggja ára syni hans, Arnari Inga, þar sem hann horfir einlægum aðdáunaraugum á skreytt jólatré fjölskyldunnar. Í verðlaun fær Heiðar Örn glæsilega Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. „Við leyfðum honum alfarið að sjá um að skreyta jólatréð og svo settist hann þarna sjálfur. Hann var búinn að sitja svona í smá stund þegar ég ákvað að grípa í myndavélina. Þetta var algjörlega spontant,“ segir Heiðar Örn. Hann er Hvanneyringur en býr á Selfossi ásamt konu sinni Selmu Ágústsdóttur og sonum þeirra tveimur. Arnar Ingi er mikið jólabarn sem og bróðir hans Sigurður Örn. Heiðar segist ekki vera mikill ljósmyndari. „Ég er aðallega að taka myndir af okkur fjölskyldunni, en ég hef mjög gaman af þessu.“ Alls bárust hátt í 400 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Lesendur gátu kosið milli mynda á Vísi og hefur dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Kolbeini Tuma Daðasyni aðstoðarritstjórum og Pjetri Sigurðssyni ljósmyndara.Mynd Óla Hauks Mýrdal af dóttur hans fyrir jólin þykir einkar falleg og kom sterklega til greina.mynd/Óli Haukur MýrdalÞessi fallega mynd er tekin við Elliðavatn.mynd/Kristvin GuðmundssonThelma Harðardótitr og hesturinn Albína frá Möðrufellimynd/Albína Liga LiepinaÞessi systkini bræddu hjörtu landsmanna þar sem þau faðma hvort annað í hvítum jólasnjó. Myndin var vinsælust meðal lesenda Vísis í jólaljósmyndakeppninni.mynd/rán bjargardóttirmynd/marín manda magnúsdóttirmynd/kamma dögg gísladóttirmynd/stefán hilmarsson Jólafréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna, og nokkrar fleiri til, fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Heiðar Örn Jónsson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Heiðars er af tveggja ára syni hans, Arnari Inga, þar sem hann horfir einlægum aðdáunaraugum á skreytt jólatré fjölskyldunnar. Í verðlaun fær Heiðar Örn glæsilega Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. „Við leyfðum honum alfarið að sjá um að skreyta jólatréð og svo settist hann þarna sjálfur. Hann var búinn að sitja svona í smá stund þegar ég ákvað að grípa í myndavélina. Þetta var algjörlega spontant,“ segir Heiðar Örn. Hann er Hvanneyringur en býr á Selfossi ásamt konu sinni Selmu Ágústsdóttur og sonum þeirra tveimur. Arnar Ingi er mikið jólabarn sem og bróðir hans Sigurður Örn. Heiðar segist ekki vera mikill ljósmyndari. „Ég er aðallega að taka myndir af okkur fjölskyldunni, en ég hef mjög gaman af þessu.“ Alls bárust hátt í 400 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Lesendur gátu kosið milli mynda á Vísi og hefur dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Kolbeini Tuma Daðasyni aðstoðarritstjórum og Pjetri Sigurðssyni ljósmyndara.Mynd Óla Hauks Mýrdal af dóttur hans fyrir jólin þykir einkar falleg og kom sterklega til greina.mynd/Óli Haukur MýrdalÞessi fallega mynd er tekin við Elliðavatn.mynd/Kristvin GuðmundssonThelma Harðardótitr og hesturinn Albína frá Möðrufellimynd/Albína Liga LiepinaÞessi systkini bræddu hjörtu landsmanna þar sem þau faðma hvort annað í hvítum jólasnjó. Myndin var vinsælust meðal lesenda Vísis í jólaljósmyndakeppninni.mynd/rán bjargardóttirmynd/marín manda magnúsdóttirmynd/kamma dögg gísladóttirmynd/stefán hilmarsson
Jólafréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira