Jón Orri missir af lokaumferðunum | Annað glerbrot dregið úr hæl Tómasar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 06:00 Tómas verst Finni Atla Magnússyni, leikmanni KR, í bikarúrslitaleiknum. vísir/þórdís Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira