Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:30 Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira