Rokkhátíð alþýðunnar kemur út úr skemmunni Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 14:33 Samstarfssamningur Aldrei fór ég suður og styrktaraðila var undirritaður á baki fallega smiðsins, Péturs Magnússonar, á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi. Forsvarsmenn Aldrei fór ég suður buðu til blaðmannafundar á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem kynntir voru listamenn og helstu styrktaraðilar hátíðarinnar í ár sem haldin verður á föstudeginum langa(3. apríl) og laugardeginum fyrir páska(4. apríl). Boðið var upp á léttar veitingar og tilkynnti Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sem er í stjórn hátíðarinnar, að aðstandendur hátíðarinnar ætluðu ekki að reyna vera með nein gestalæti og gefa þeim sem sóttu þennan blaðamannafund hákarl og harðfisk heldur var boðið upp á það fæði sem Ísfirðingar þekkja hvað best, örbylgjuhitaða hamborgara frá Hamraborg og kroppsælur úr Krílinu sem skoruðu afar hátt í vali á besta þynnkubitanum hér á Vísi fyrir skemmstu.Sjá einnig: Saga kroppsælunnar: Þynnkubiti sem er allra meina bót Þá var undirritaður samstarfssamningur við helstu styrktaraðila hátíðarinnar í ár en þeir eru Flugfélag Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Landsbankinn, Orkusalan, Orkubú Vestfjarða og Samskip. Samningurinn var sem áður fyrr undirritaður á baki fallega smiðsins, Péturs Magnússonar, sem margir þekkja sem kynni hátíðarinnar.Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, heldur hér samstarfssamningnum á baki fallega smiðsins.Vísir/Kolbeinn TumiAldrei fór ég suður var fyrst haldin árið 2004 í sushiverksmiðju Sindrabergs á Ísafirði og hefur undanfarin 11 ár vaxið fiskur um hrygg. Síðastliðin ár hefur hún verið haldin í í skemmunni að Grænagarði í Skutulsfirði á föstudeginum langa og laugardeginum fyrir páska en í ár verður sú nýbreytni að aðeins verða tónleikar í skemmunni á laugardeginum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, kynnti þessi áform betur á blaðmannafundinum og sagði að skipuleggjendum hátíðarinnar hefði þótt synd að fela allan þann fjölda sem sækir hátíðina í þessari skemmu og því hefði verið ákveðið að flytja hátíðina inn á eyri á Ísafirði á föstudeginum langa og fá þannig meira líf í bæinn. Meðal annars verða órafmagnaðir tónleikar í Ísafjarðarkirkju á föstudeginum langa, uppistand í Alþýðushúsinu og útitónleikar við gistiheimilið og veitingastaðinn Húsið. Þeir tónlistarmenn sem koma fram í Ísafjarðarkirkju eru Himbrimi, Valdimar Guðmundsson, Júníus Meyvant og Gudrid Hansdóttir. Um uppistandið í Alþýðuhúsinu sjá Saga Garðarsdóttir, Hugleikur Dagsson og Kæsti safírinn. Aðrir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru Mugison, Prins Póló, Emmsé Gauti, Pink Street Boys, Hemúllinn, Rythmatik, Sigurvegarar músíktilrauna, Amabadama, Boogie Trouble og stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem er sérlegur heiðursgestur hátíðarinnar. Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður með breyttu sniði Fyrirkomulagi hátíðarinnar hefur verið breytt. Fyrstu hljómsveitirnar tilkynntar. 9. febrúar 2015 08:00 Nýtt lag hátíðarinnar Aldrei fór ég Suður: „Þú gerir ekki rassgat einn“ Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. 23. mars 2015 13:38 Aldrei fór ég suður með órafmagnaða tónleika í Ísafjarðarkirkju Tónleikarnir partur af stærri dagskrá víðsvegar um bæinn á föstudeginum langa. 5. mars 2015 15:44 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Forsvarsmenn Aldrei fór ég suður buðu til blaðmannafundar á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem kynntir voru listamenn og helstu styrktaraðilar hátíðarinnar í ár sem haldin verður á föstudeginum langa(3. apríl) og laugardeginum fyrir páska(4. apríl). Boðið var upp á léttar veitingar og tilkynnti Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sem er í stjórn hátíðarinnar, að aðstandendur hátíðarinnar ætluðu ekki að reyna vera með nein gestalæti og gefa þeim sem sóttu þennan blaðamannafund hákarl og harðfisk heldur var boðið upp á það fæði sem Ísfirðingar þekkja hvað best, örbylgjuhitaða hamborgara frá Hamraborg og kroppsælur úr Krílinu sem skoruðu afar hátt í vali á besta þynnkubitanum hér á Vísi fyrir skemmstu.Sjá einnig: Saga kroppsælunnar: Þynnkubiti sem er allra meina bót Þá var undirritaður samstarfssamningur við helstu styrktaraðila hátíðarinnar í ár en þeir eru Flugfélag Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Landsbankinn, Orkusalan, Orkubú Vestfjarða og Samskip. Samningurinn var sem áður fyrr undirritaður á baki fallega smiðsins, Péturs Magnússonar, sem margir þekkja sem kynni hátíðarinnar.Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, heldur hér samstarfssamningnum á baki fallega smiðsins.Vísir/Kolbeinn TumiAldrei fór ég suður var fyrst haldin árið 2004 í sushiverksmiðju Sindrabergs á Ísafirði og hefur undanfarin 11 ár vaxið fiskur um hrygg. Síðastliðin ár hefur hún verið haldin í í skemmunni að Grænagarði í Skutulsfirði á föstudeginum langa og laugardeginum fyrir páska en í ár verður sú nýbreytni að aðeins verða tónleikar í skemmunni á laugardeginum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, kynnti þessi áform betur á blaðmannafundinum og sagði að skipuleggjendum hátíðarinnar hefði þótt synd að fela allan þann fjölda sem sækir hátíðina í þessari skemmu og því hefði verið ákveðið að flytja hátíðina inn á eyri á Ísafirði á föstudeginum langa og fá þannig meira líf í bæinn. Meðal annars verða órafmagnaðir tónleikar í Ísafjarðarkirkju á föstudeginum langa, uppistand í Alþýðushúsinu og útitónleikar við gistiheimilið og veitingastaðinn Húsið. Þeir tónlistarmenn sem koma fram í Ísafjarðarkirkju eru Himbrimi, Valdimar Guðmundsson, Júníus Meyvant og Gudrid Hansdóttir. Um uppistandið í Alþýðuhúsinu sjá Saga Garðarsdóttir, Hugleikur Dagsson og Kæsti safírinn. Aðrir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru Mugison, Prins Póló, Emmsé Gauti, Pink Street Boys, Hemúllinn, Rythmatik, Sigurvegarar músíktilrauna, Amabadama, Boogie Trouble og stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem er sérlegur heiðursgestur hátíðarinnar.
Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður með breyttu sniði Fyrirkomulagi hátíðarinnar hefur verið breytt. Fyrstu hljómsveitirnar tilkynntar. 9. febrúar 2015 08:00 Nýtt lag hátíðarinnar Aldrei fór ég Suður: „Þú gerir ekki rassgat einn“ Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. 23. mars 2015 13:38 Aldrei fór ég suður með órafmagnaða tónleika í Ísafjarðarkirkju Tónleikarnir partur af stærri dagskrá víðsvegar um bæinn á föstudeginum langa. 5. mars 2015 15:44 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Aldrei fór ég suður með breyttu sniði Fyrirkomulagi hátíðarinnar hefur verið breytt. Fyrstu hljómsveitirnar tilkynntar. 9. febrúar 2015 08:00
Nýtt lag hátíðarinnar Aldrei fór ég Suður: „Þú gerir ekki rassgat einn“ Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. 23. mars 2015 13:38
Aldrei fór ég suður með órafmagnaða tónleika í Ísafjarðarkirkju Tónleikarnir partur af stærri dagskrá víðsvegar um bæinn á föstudeginum langa. 5. mars 2015 15:44