„Ég sá svolítið mikið af ungum stúlkum að bera á sér brjóstin“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 12:26 Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga. „Maður hlýtur að læra einhvern tímann,“ sagði Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi skrif sín um #Freethenipple herferðina. Ég sendi enga grein inn, þetta var bara pæling sem ég henti inn í morgun. Biggi ákvað að henda í stöðuuppfærslu um málið á Facebook þar sem hann sagði herferðina góða en efaðist um að þetta væri rétta aðferðin til þess. „Ef þið viljið bera brjóstin stelpur þá er það sjálfsagt mál. Ef það er samt ekki í þeim tilgangi að gefa barni þá getið þið samt því miður gleymt því að halda að mönnum finnist ekkert kynferðislegt við það,“ skrifaði Biggi meðal annars og sagði að einhverjar stúlkur gætu séð eftir því eftir nokkur ár að hafa sett mynd af brjóstunum sínum á netið. Sjá einnig: Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: „Hvað ef þær sjá eftir þessu?“Í Harmageddon sagðist hann hafa skoðað þessa herferð í gærkvöldi og sett ákveðin spurningarmerki við hana. „Það hræddi mig pínu þegar ég fór að flakka um netið, ég sá svolítið mikið af ungum stúlkum að bera á sér brjóstin, ok, bara gott og blessað með það. Svo sá ég hvatningarorð frá strákum á móti. Þetta hræddi mig pínu. Það er nýbúið að tala við krakka að passa það sem þau setja á netið. Það sem hræddi mig að það væri að myndast múgsefjun og einhver gæti séð eftir þessu. Málstaðurinn er frábær og ég þoli ekki þetta feðraveldi sem við lifum í og þessi saga er hræðileg þar sem karlmenn eru að kúga konur og allt svoleiðis. Þetta var bara þannig pæling sem ég vildi koma fram með og eins og venjulega kemur hún svona furðulega fram, eða eitthvað, ég veit það ekki,“ sagði Biggi við Harmageddon. Þegar honum var bent á að tilgangurinn herferðarinnar væri að skila sökinni til þeirra sem skamma stúlkur fyrir að bera sig á netinu og að eftir fimm ár muni enginn sjá eftir því að láta mynd af brjóstunum sínum á netið því það þyki ekkert mál eftir þessa herferð svaraði Biggi: „Hugsanlega er það rétt. En þetta var ekki dýpra en pæling í þessa átt,“ sagði Biggi. Þegar borin voru undir skrif hans þess efnis að konur geti gleymt því að karlmenn sjái ekkert kynferðislegt við brjóst sagði hann vissulega vera til undantekningar. „Ert þú að hugsa, brjóst, brjóst, brjóst?,“ var Biggi spurður. „Nei, það eru vissar undantekningar eins og brjóstagjafir sem ég tengi ekkert kynferðislegt við,“ svaraði Biggi sem baðst afsökunar á þessum ummælum, ef þau hafa sært einhvern. „Auðvitað biðst ég afsökunar ef ég hef sært fólk, það mun ég alltaf gera og það er aldrei það sem ég vil gera, að særa fólk. Mér finnst samt í lagi að ræða málin í fleiri áttir.“ Heyrðu viðtalið í heild hér fyrir neðan. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 12:09 Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Maður hlýtur að læra einhvern tímann,“ sagði Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi skrif sín um #Freethenipple herferðina. Ég sendi enga grein inn, þetta var bara pæling sem ég henti inn í morgun. Biggi ákvað að henda í stöðuuppfærslu um málið á Facebook þar sem hann sagði herferðina góða en efaðist um að þetta væri rétta aðferðin til þess. „Ef þið viljið bera brjóstin stelpur þá er það sjálfsagt mál. Ef það er samt ekki í þeim tilgangi að gefa barni þá getið þið samt því miður gleymt því að halda að mönnum finnist ekkert kynferðislegt við það,“ skrifaði Biggi meðal annars og sagði að einhverjar stúlkur gætu séð eftir því eftir nokkur ár að hafa sett mynd af brjóstunum sínum á netið. Sjá einnig: Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: „Hvað ef þær sjá eftir þessu?“Í Harmageddon sagðist hann hafa skoðað þessa herferð í gærkvöldi og sett ákveðin spurningarmerki við hana. „Það hræddi mig pínu þegar ég fór að flakka um netið, ég sá svolítið mikið af ungum stúlkum að bera á sér brjóstin, ok, bara gott og blessað með það. Svo sá ég hvatningarorð frá strákum á móti. Þetta hræddi mig pínu. Það er nýbúið að tala við krakka að passa það sem þau setja á netið. Það sem hræddi mig að það væri að myndast múgsefjun og einhver gæti séð eftir þessu. Málstaðurinn er frábær og ég þoli ekki þetta feðraveldi sem við lifum í og þessi saga er hræðileg þar sem karlmenn eru að kúga konur og allt svoleiðis. Þetta var bara þannig pæling sem ég vildi koma fram með og eins og venjulega kemur hún svona furðulega fram, eða eitthvað, ég veit það ekki,“ sagði Biggi við Harmageddon. Þegar honum var bent á að tilgangurinn herferðarinnar væri að skila sökinni til þeirra sem skamma stúlkur fyrir að bera sig á netinu og að eftir fimm ár muni enginn sjá eftir því að láta mynd af brjóstunum sínum á netið því það þyki ekkert mál eftir þessa herferð svaraði Biggi: „Hugsanlega er það rétt. En þetta var ekki dýpra en pæling í þessa átt,“ sagði Biggi. Þegar borin voru undir skrif hans þess efnis að konur geti gleymt því að karlmenn sjái ekkert kynferðislegt við brjóst sagði hann vissulega vera til undantekningar. „Ert þú að hugsa, brjóst, brjóst, brjóst?,“ var Biggi spurður. „Nei, það eru vissar undantekningar eins og brjóstagjafir sem ég tengi ekkert kynferðislegt við,“ svaraði Biggi sem baðst afsökunar á þessum ummælum, ef þau hafa sært einhvern. „Auðvitað biðst ég afsökunar ef ég hef sært fólk, það mun ég alltaf gera og það er aldrei það sem ég vil gera, að særa fólk. Mér finnst samt í lagi að ræða málin í fleiri áttir.“ Heyrðu viðtalið í heild hér fyrir neðan.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 12:09 Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 12:09
Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37
Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50