Innlent

Þrír ákærðir í bensínsprengjumálinu á Akureyri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir mannanna köstuðu bensínsprengju á bíl starfsmanna lögreglustjórans á Akureyri og sá þriðji ógnaði honum með hnífi.
Tveir mannanna köstuðu bensínsprengju á bíl starfsmanna lögreglustjórans á Akureyri og sá þriðji ógnaði honum með hnífi.
Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir brot gegn valdstjórninni en tveir þeirra köstuðu molotov-kokteil á bíl fulltrúa hjá lögreglustjóranum á Akureyri. Ákæran hefur ekki verið birt mönnunum þremur.

Lögreglumenn á eftirlitsferð urðu eldsins strax varir og hringdu þegar á slökkviliðið sem slökkti eldinn. Bíllinn skemmdist í eldinum.

Þriðji maðurinn er ákærður fyrir að hafa ógnaði fulltrúanum með hníf á heimili hans. Maðurinn var grímuklæddur og átti atvikið sér stað nóttina áður en bensínsprengjunni var kastað að bílnum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins en fulltrúi ríkissaksóknara staðfestir við fréttastofu að ákæran hafi verið gefin út.


Tengdar fréttir

Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri

Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×