Lífið

Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Birgir Örn Guðjónsson
Birgir Örn Guðjónsson mynd/úr myndbandi birgis
Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, er einn þeirra sem setur út á #FreeTheNipple herferðina. Í uppfærslu sem hann birtir inn á Facebook segir hann að tilgangurinn sé góður en hann efist um hvort þetta sé rétta aðferðin til þess.

Í uppfærslunni segir meðal annars; „Sannleikurinn er nefnilega sá að þegar karlmenn sjá öll þessi brjóst þá hugsa þeir ekki „jebb, hættum að kúga konur“ eða „það er rétt, þetta eru bara verkfæri bara til að gefa börnum mjólk“. Ó nei hósei. Það sem flestir karlmenn hugsa er bara einfaldlega; BRJÓST! Lítil brjóst, stór brjóst, lafandi brjóst, stinn brjóst og bara allskonar brjóst. Ef þið viljið bera brjóstin stelpur þá er það sjálfsagt mál. Ef það er samt ekki í þeim tilgangi að gefa barni þá getið þið samt því miður gleymt því að halda að mönnum finnist ekkert kynferðislegt við það.“

Síðar í stöðuuppfærslunni gerir hann því í skóna að einhverjar af þeim stúlkum sem deilt hafa mynd af sér í gær og í dag muni sjá eftir þessu síðar meir og þetta muni hafa áhrif á sálarlíf einhverra þeirra. Einnig veltir hann upp þeim möguleika að hluti þeirra sé ekki að standa í einhverri baráttu heldur aðeins að leita eftir athygli.

Færslu Bigga má sjá í heild sinni hér að neðan.

Ok, kannski er ég bara ógeðslega gamaldags en ég skil ekki alveg þetta 'free the nipple“ dæmi. Ég veit vel að hugsunin...

Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, 26 March 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.