Innlent

Magnús hættir sem ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Magnús sagði upp í lok febrúar.
Magnús sagði upp í lok febrúar. Vísir/Pjetur
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari mun láta af störfum í lok maí. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en hann sagði upp í lok febrúarmánaðar. RÚV greindi fyrst frá málinu.



Hann segir engan tíma betri en annan til að láta af störfum hjá embættinu og segist ekki hafa ákveðið hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir að störfum hans sem ríkissáttasemjara lýkur.

„Þú mátt ekki gleyma að ég er að verða 68 ára,“ segir hann og hlær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×