Rúnar Kristinsson um 6-1 tap: Menn þurfa að koma hausnum í stand Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2015 16:45 Rúnar Kristinsson hefur leik í norsku úrvalsdeildinni 7. apríl. mynd/skjáskot af vef LSK.no Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström fengu þokkalegan skell í æfingaleik gegn Odd, 6-1, um síðustu helgi. Þó um æfingaleik sé að ræða eru tölurnar áhyggjuefni þar sem aðeins eru um tvær vikur þar til Lilleström mætir Start í Íslendingaslag í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. „Strákarnir sögðu að þeir væru þreyttir. Ég veit ekki af hverju það var en við þurfum að spila miklu betur. Það er mikið sem við þurfum að laga en það munum við gera. Ég talaði við hvern og einn leikmann eftir leikinn,“ segir Rúnar í viðtali við heimasíðu Lilleström, en þar er hann spurður að því hver á að skora mörkin í sumar? „Við erum með nokkra menn sem geta skorað. Moryké Fofana er búinn að skora fjögur mörk í æfingaleikjunum hingað til. Erling hefur ekki spilað ennþá en við vonumst til að hann geti skorað mörg mörg eins og í fyrra.“ „Svo erum við með Árna Vilhjálmsson og Fred Thursday sem geta báðir skorað. Ég vona að við verðum með nokkra menn sem skora 6-10 mörk í staðinn fyrir að binda vonir okkar við einn mann,“ segir Rúnar. Auk Árna er Finnur Orri Margeirsson á mála hjá Lilleström. Þeir halda til Drammen um helgina og mæta öðru stórliði í Noregi, Strömsgodset, í æfingaleik. „Við þurfum að koma hausnum í stand hjá strákunum. Við verðum að leggja meira á okkur saman, bæði leikmenn og þjálfarar. Við munum gefa Strömsgodset góðan leik. Það verður samt erfiður leikur en ég er viss um að strákarnir gefa allt sitt í þann leik,“ segir Rúnar Kristinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström fengu þokkalegan skell í æfingaleik gegn Odd, 6-1, um síðustu helgi. Þó um æfingaleik sé að ræða eru tölurnar áhyggjuefni þar sem aðeins eru um tvær vikur þar til Lilleström mætir Start í Íslendingaslag í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. „Strákarnir sögðu að þeir væru þreyttir. Ég veit ekki af hverju það var en við þurfum að spila miklu betur. Það er mikið sem við þurfum að laga en það munum við gera. Ég talaði við hvern og einn leikmann eftir leikinn,“ segir Rúnar í viðtali við heimasíðu Lilleström, en þar er hann spurður að því hver á að skora mörkin í sumar? „Við erum með nokkra menn sem geta skorað. Moryké Fofana er búinn að skora fjögur mörk í æfingaleikjunum hingað til. Erling hefur ekki spilað ennþá en við vonumst til að hann geti skorað mörg mörg eins og í fyrra.“ „Svo erum við með Árna Vilhjálmsson og Fred Thursday sem geta báðir skorað. Ég vona að við verðum með nokkra menn sem skora 6-10 mörk í staðinn fyrir að binda vonir okkar við einn mann,“ segir Rúnar. Auk Árna er Finnur Orri Margeirsson á mála hjá Lilleström. Þeir halda til Drammen um helgina og mæta öðru stórliði í Noregi, Strömsgodset, í æfingaleik. „Við þurfum að koma hausnum í stand hjá strákunum. Við verðum að leggja meira á okkur saman, bæði leikmenn og þjálfarar. Við munum gefa Strömsgodset góðan leik. Það verður samt erfiður leikur en ég er viss um að strákarnir gefa allt sitt í þann leik,“ segir Rúnar Kristinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira