Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn.
„Mér lýst bara mjög vel á það að vera hér en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er hér. Ég hef spilað hérna tvisvar í Evrópudeildinni og þetta er því ekkert nýtt fyrir mér," sagði Jóhann Berg í viðtali við Vísi.
Jóhann Berg tryggði AZ Alkmaar meðal annars 1-1 jafntefli á móti Schachtjor Karaganda á Astana Arena í október 2013.
„Ég er reynsluboltinn hérna og verð klár í leikinn," sagði Jóhann Berg léttur en hann hefur verið að spila vel með Charlton að undanförnu.
Jóhann Berg er alveg tilbúinn að taka það að sér að sýna strákunum í liðinu það markverðasta í Astana.
„Við höfum ekki farið í skoðunarferð en það er skoðunarferð á eftir og ég sýni þeim þá aðeins borgina," sagði Jóhann Berg léttur.
Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan
Tengdar fréttir

Viðar Örn: Algjör heiður að fá að vera hérna
Selfyssingurinn kom úr annarri átt til Astana en hinir strákarnir þar sem hann býr og spilar í Kína.

Æðislegt að fá Eið Smára aftur í hópinn
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn og strákarnir í liðinu eru ánægðir með að hafa endurheimt hann.

Aron Einar varð faðir í morgun
Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan.

Strákarnir eru ánægðir með gervigrasið í Astana
Íslensku landsliðsmennirnir hafa æft einu sinni á gervigrasinu í Astana og þeir bera því góða söguna.

Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM
Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan.