Erlent

Loftárásar gerðar gegn Hútíum

Vísir/AFP
Sádí arabar hófu í nótt hernaðaraðgerðir, þar á meðal loftárásir, á sveitir Hútí uppreisnarmanna í Jemen. Þetta tilkynnti sendiherra Sádí araba í Bandaríkjunum. Sendiherrann segir að land sitt hafi brugðist við tli þess að verja hina lögmætu ríkisstjórn Mansours Hadí í Jemen, en Hútí uppreisnarmennirnir hafa náð valdi á stórum hluta landsins og þar með talið höfuðborginni Sanaa.

Óttast er að átökin muni hafa víðtækari afleiðingar en uppreisnarmennirnir eru studdir dyggilega af Írönum, einum höfuðandstæðingi Sáda á svæðinu. Heimildarmenn AFP fréttastofunnar í Sanaa segja að minnsta kosti þrettán óbreyttir borgarar hafi fallið í árásum næturinnar sem meðal annars beindust að flugvelli borgarinnar.

Talskona Hvíta hússinns sagði í nótt að Obama bandaríkjaforseti hefði gefið leyfi fyrir því að bandaríkjaher veitti aðstoð við aðgerðirnar en hún tók skýrt fram að herinn ætti ekki beina aðild að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×