Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. október 2015 07:00 Afganskir hermenn drógu á sunnudaginn afganska fánann að húni á ný í borginni Kunduz, tæpri viku eftir að talibanar náðu borginni á sitt vald. vísir/epa Bandaríski herinn segir afganska hermenn hafi óskað loftárásar á sjúkrahúsið í Kunduz um helgina. Áður var fullyrt að bandarískir hermenn hefðu óskað eftir árásinni. Loftárásin kostaði 23 manns lífið. Tíu þeirra voru sjúklingar á sjúkrahúsinu, sem rekið er af alþjóðlegu læknasamtökunum Læknar án landamæra, en 13 hinna látnu voru starfsmenn á sjúkrahúsinu. Tugir manna særðust og stór hluti sjúkrahússins er gjörónýtur. Læknasamtökin segja afgönsk og bandarísk yfirvöld í reynd hafa viðurkennt ábyrgð á stríðsglæp. Þau yfirgáfu Kunduz eftir árásina. „Læknum án landamæra býður við nýlegum yfirlýsingum frá sumum afgönskum embættismönnum þar sem þeir réttlæta árásina á sjúkrahús samtakanna í Kunduz,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Þetta jafnast á við viðurkenningu á stríðsglæp.“ Samtökin segja ekkert geta réttlætt árásina og ítreka kröfur sínar um alþjóðlega rannsókn á henni. „Við höfum nú komist að því að þann 3. október hafi afganskir hermenn látið vita af því að skotið væri á þá frá óvinastöðum og óskað eftir aðstoð frá bandarískum herþotum,” sagði John Campbell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan. „Þá var efnt til loftárásar til að útrýma hættunni, sem stafaði af talibönum, og nokkrir saklausir almennir borgarar urðu fyrir henni af slysni.“ Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz undanfarna daga. Talibanar náðu borginni í síðustu viku en afganski stjórnarherinn hefur reynt að ná henni aftur, með aðstoð frá Bandríkjaher. Stjórnarherinn sagðist hafa náð borginn eftir nokkurra daga bardaga, en átökin héldu samt áfram og engan veginn ljóst hvort þeim er lokið. Kunduz er höfuðborg samnefnds héraðs í norðvesturhluta landsins. Íbúar eru flestir Pastúnar, sem búa þó einkum í suðvesturhluta landsins. Talibanar eiga mest ítök meðal Pastúna og var Kunduz höfuðvígi þeirra í norðvesturhluta landsins er þeir voru við völd. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Bandaríski herinn segir afganska hermenn hafi óskað loftárásar á sjúkrahúsið í Kunduz um helgina. Áður var fullyrt að bandarískir hermenn hefðu óskað eftir árásinni. Loftárásin kostaði 23 manns lífið. Tíu þeirra voru sjúklingar á sjúkrahúsinu, sem rekið er af alþjóðlegu læknasamtökunum Læknar án landamæra, en 13 hinna látnu voru starfsmenn á sjúkrahúsinu. Tugir manna særðust og stór hluti sjúkrahússins er gjörónýtur. Læknasamtökin segja afgönsk og bandarísk yfirvöld í reynd hafa viðurkennt ábyrgð á stríðsglæp. Þau yfirgáfu Kunduz eftir árásina. „Læknum án landamæra býður við nýlegum yfirlýsingum frá sumum afgönskum embættismönnum þar sem þeir réttlæta árásina á sjúkrahús samtakanna í Kunduz,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Þetta jafnast á við viðurkenningu á stríðsglæp.“ Samtökin segja ekkert geta réttlætt árásina og ítreka kröfur sínar um alþjóðlega rannsókn á henni. „Við höfum nú komist að því að þann 3. október hafi afganskir hermenn látið vita af því að skotið væri á þá frá óvinastöðum og óskað eftir aðstoð frá bandarískum herþotum,” sagði John Campbell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan. „Þá var efnt til loftárásar til að útrýma hættunni, sem stafaði af talibönum, og nokkrir saklausir almennir borgarar urðu fyrir henni af slysni.“ Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz undanfarna daga. Talibanar náðu borginni í síðustu viku en afganski stjórnarherinn hefur reynt að ná henni aftur, með aðstoð frá Bandríkjaher. Stjórnarherinn sagðist hafa náð borginn eftir nokkurra daga bardaga, en átökin héldu samt áfram og engan veginn ljóst hvort þeim er lokið. Kunduz er höfuðborg samnefnds héraðs í norðvesturhluta landsins. Íbúar eru flestir Pastúnar, sem búa þó einkum í suðvesturhluta landsins. Talibanar eiga mest ítök meðal Pastúna og var Kunduz höfuðvígi þeirra í norðvesturhluta landsins er þeir voru við völd.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira