Lagið er ekki hugsað sem næsta smáskífa plötunnar en sú fyrsta, Crystals, hefur fengið góðar viðtökur. Aðeins er verið að gera aðdáendum sveitarinnar kleift að heyra meira af plötunni. Næsta smáskífa er þó væntanleg áður en langt um líður.
Förðunarfræðingurinn og leikarinn Atli Freyr Demantur er í forgrunni í myndbandinu en líkt og textamyndbandið við Crystals er það framleitt af Tjarnargötunni. Hægt er að horfa á myndbandið og hlusta á lagið hér að neðan.