Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 13:06 Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira