Þjálfari Serbíu: Ekkert við Ísland kemur okkur á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2015 11:45 Peric lék sem markvörður með mörgum af sterkustu liðum heims á nærri tveggja áratuga ferli. Vísir/AFP Ísland mætir Serbíu í Laugardalshöllinni annað kvöld í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2016. Ísland má ekki við því að tapa á heimavelli, sérstaklega eftir að strákarnir lutu í lægra haldi fyrir Svartfjallalandi ytra í byrjun nóvember. Serbía vann báða sína leiki í haust og er því með fullt hús stiga. Tvö efstu liðin fara áfram úr riðlinum en Ísland og Svartfjallaland eru bæði með tvö stig sem stendur. Serbar færu langt með að tryggja sér sæti sitt á EM í Póllandi með því að vinna báða leikina gegn Íslandi og það veit landsliðsþjálfarinn Dejan Peric sem tók nýverið við liðinu. „Við erum að undirbúa okkur fyrir þennan leik eins og um úrslitaleik væri að ræða. Við vitum að Ísland mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna leikinn í Reykjavík.“ „Það er lítið sem ætti að koma á óvart. Við vitum hvað þeir geta og hvaða útspil við eigum að koma með á móti. Við viljum vinna báða leiki og taka örlögin í okkar eigin hendur.“ Serbía vann silfur á EM á heimavelli árið 2012 en Peric tók við eftir að liðinu mistókst að komast á HM í Katar. Þar á bæ er mönnum mikið í mun að missa ekki af öðru stórmóti. „Ég er að reyna að leggja grunn fyrir framtíðina og búa til kerfi sem getur nýst okkur um ókomin ár,“ sagði Peric sem er sjálfur fyrrverandi landsliðsmaður. „Allir leikmenn hafa sín hlutverk og vita til hvers er ætlast af þeim.“ EM 2016 karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Alexander verður í stífri sjúkraþjálfun fram að leik Alexander Petersson gat ekki æft með íslenska landsliðinu er það hóf undirbúning fyrir leikinn gegn Serbum á miðvikudag. 27. apríl 2015 13:45 Alexander: Ég get ekkert æft Útlitið ekki gott með bestu skyttu íslenska landsliðsins fyrir stórleikinn gegn Serbíu á miðvikudagskvöldið. 28. apríl 2015 06:30 Björgvin Páll: Serbar hafa stórar skyttur sem við höfum ekki Íslenska landsliðið í handbolta á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016 í Póllandi. 26. apríl 2015 20:25 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í Laugardalshöllinni annað kvöld í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2016. Ísland má ekki við því að tapa á heimavelli, sérstaklega eftir að strákarnir lutu í lægra haldi fyrir Svartfjallalandi ytra í byrjun nóvember. Serbía vann báða sína leiki í haust og er því með fullt hús stiga. Tvö efstu liðin fara áfram úr riðlinum en Ísland og Svartfjallaland eru bæði með tvö stig sem stendur. Serbar færu langt með að tryggja sér sæti sitt á EM í Póllandi með því að vinna báða leikina gegn Íslandi og það veit landsliðsþjálfarinn Dejan Peric sem tók nýverið við liðinu. „Við erum að undirbúa okkur fyrir þennan leik eins og um úrslitaleik væri að ræða. Við vitum að Ísland mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna leikinn í Reykjavík.“ „Það er lítið sem ætti að koma á óvart. Við vitum hvað þeir geta og hvaða útspil við eigum að koma með á móti. Við viljum vinna báða leiki og taka örlögin í okkar eigin hendur.“ Serbía vann silfur á EM á heimavelli árið 2012 en Peric tók við eftir að liðinu mistókst að komast á HM í Katar. Þar á bæ er mönnum mikið í mun að missa ekki af öðru stórmóti. „Ég er að reyna að leggja grunn fyrir framtíðina og búa til kerfi sem getur nýst okkur um ókomin ár,“ sagði Peric sem er sjálfur fyrrverandi landsliðsmaður. „Allir leikmenn hafa sín hlutverk og vita til hvers er ætlast af þeim.“
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Alexander verður í stífri sjúkraþjálfun fram að leik Alexander Petersson gat ekki æft með íslenska landsliðinu er það hóf undirbúning fyrir leikinn gegn Serbum á miðvikudag. 27. apríl 2015 13:45 Alexander: Ég get ekkert æft Útlitið ekki gott með bestu skyttu íslenska landsliðsins fyrir stórleikinn gegn Serbíu á miðvikudagskvöldið. 28. apríl 2015 06:30 Björgvin Páll: Serbar hafa stórar skyttur sem við höfum ekki Íslenska landsliðið í handbolta á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016 í Póllandi. 26. apríl 2015 20:25 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Alexander verður í stífri sjúkraþjálfun fram að leik Alexander Petersson gat ekki æft með íslenska landsliðinu er það hóf undirbúning fyrir leikinn gegn Serbum á miðvikudag. 27. apríl 2015 13:45
Alexander: Ég get ekkert æft Útlitið ekki gott með bestu skyttu íslenska landsliðsins fyrir stórleikinn gegn Serbíu á miðvikudagskvöldið. 28. apríl 2015 06:30
Björgvin Páll: Serbar hafa stórar skyttur sem við höfum ekki Íslenska landsliðið í handbolta á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016 í Póllandi. 26. apríl 2015 20:25