Lag frá nýjum listamanni: "Það kannast allir við þessar aðstæður“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. apríl 2015 12:53 Björn Þór Ingason „Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira