Hverju andar þú að þér? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. apríl 2015 12:00 Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun