Lífið

Segjast bara vera vinir

Kjartan Atli Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Dóra María Lárusdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal eru glæsilegt fólk.
Dóra María Lárusdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal eru glæsilegt fólk. Vísir/Óskar/Arnþór
Dóra María Lárusdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal eru byrjuð að slá sér upp saman og veltir fólk fyrir sér hvort úr verði eitt glæsilegasta par landsins en þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði. Reykjavíkurmærin Dóra María verður þrítug í sumar en Auðunn, sem á ættir sínar að rekja á Sauðárkrók, verður 35 ára á árinu.

Uppfært klukkan 9:05

Auðunn segir í samtali við Vísi ekkert hæft í því að þau Dóra María séu par. Þau séu einfaldlega góðir vinir.

Dóra María hefur lengi verið einn eftirsóttasti kvenpeningur landsins og hefur ítrekað verið nefnd til sögunnar í liðnum „Hin hliðin“ á Fótbolti.net undanfarin ár þegar spurt er hver sé fallegasta knattspyrnukona landsins.

Sjá einnig:Nýtt par

Hún er ein landsleikjahæsta knattspyrnukona landsins með 118 leiki og 18 mörk þrátt fyrir að hún verði ekki þrítug fyrr en á árinu. Hún var meðal annars í aðalhlutverki er A-landslið Íslands í knattspyrnu tryggði sæti sitt á stórmóti í fyrsta skipti haustið 2008. Þá skoraði hún tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri á Írlandi á Laugardalsvelli. Þá var hún í landsliði Íslands sem komst í átta liða úrslit EM í Svíþjóð sumarið 2013.

Dóra María hefur lengst af ferilsins leikið með Val en einnig haft viðkomu í Svíþjóð og Brasilíu.Vísir/Daníel
Orðrómur hefur verið uppi að Dóra María velti fyrir sér að leggja skóna á hilluna en Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðs kvenna, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að Dóra María lægi undir feldi. Íþróttadeild hefur ekki náð tali af knattspyrnukonunni hógværu undanfarnar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Nóg er um að vera hjá Auðuni sem er kynnir í sjónvarpsþáttunum Ísland got Talent sem sýndir eru á Stöð 2. Hann sló fyrst í gegn í sjónvarpsþáttum á borð við 70 mínútur, Tekinn og Strákarnir.

Þá var nýlega tilkynnt að framundan væri önnur þáttaröð af sjónvarpþáttunum Atvinnumennirnir okkar þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu, verða meðal annarra sótt heim. Auðunn er í aðalhlutverki í þáttunum þar sem hann heimsækir margt af fremsta íþróttafólki okkar úti í heimi.

Þá heldur hann úti vikulegum útvarpsþætti á FM957 sem ber heitið FM 95Blö þar sem meðal fastagesta eru Steindi Jr. og Gillzenegger. Hlusta má á nýjasta þáttinn hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×