Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 19:23 Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands var meðal þeirra sem sótti fundinn í Brussel í dag. Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu og möguleg viðbrögð við hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku.Gera það sem þörf krefur „Við erum öll ákveðin í að gera það sem þörf krefur til að halda Evrópu öruggri fyrir hryðjuverkaógninni. Í dag tölum við um vandann sem fylgir öfgasinnuðum íslamistum og hvernig við bregðumst við í vinnu okkar gegn hryðjuverkum. Við munum skoða tilteknar leiðir sem hjálpa okkur að gæta öryggis okkar, eins og farþegalista innan Evrópu. Það er mikilvægt,“ sagði Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands áður en fundurinn hófst í Brussel í dag í samtali við Reuters. Athygli hefur vakið að Said og Cherif Kouachi, bræðurnir sem báru ábyrgð á árás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo, hlutu þjálfun hjá Al-Kaída í Jemen og sneru svo aftur til Frakklands. Bæði frönsk og bandarísk stjórnvöld höfðu vitneskju um þetta. Á fundinum ræddu utanríkisráðherrarnir að innleiða þyrfti betri verklagsreglur við landamæraeftirlit aðildarríkjanna með það fyrir augum að taka harðar á borgurum ríkja ESB sem færu til dæmis til Sýrlands og Írak til að starfa við hliða öfgamanna og sneru svo aftur. „Ég vona að Evrópuþingið breyti afstöðu sinni hvða það varðar og leyfi skráningu farþega innan Evrópu og einnig í samstarfi við aðra, eins og Bandaríkin og Kanada. Aðferðin er fyrst og fremst þessi skipti á upplýsingum,“ sagði Didier Reynders utanríkisráðherra Belgíu eftir fundinn. Stöðvuðu mótmælafund Pegida vegna hryðjuverkahættu Í dag ákvað lögreglan í Saxlandi í Þýskalandi að banna mótmælafund Pegida hreyfingarinnar í Dresden, höfuðborg Saxlands vegna hryðjuverkaógnar. Pegida var stofnuð í október í fyrra og hefur það markmið að berjast gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu og möguleg viðbrögð við hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku.Gera það sem þörf krefur „Við erum öll ákveðin í að gera það sem þörf krefur til að halda Evrópu öruggri fyrir hryðjuverkaógninni. Í dag tölum við um vandann sem fylgir öfgasinnuðum íslamistum og hvernig við bregðumst við í vinnu okkar gegn hryðjuverkum. Við munum skoða tilteknar leiðir sem hjálpa okkur að gæta öryggis okkar, eins og farþegalista innan Evrópu. Það er mikilvægt,“ sagði Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands áður en fundurinn hófst í Brussel í dag í samtali við Reuters. Athygli hefur vakið að Said og Cherif Kouachi, bræðurnir sem báru ábyrgð á árás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo, hlutu þjálfun hjá Al-Kaída í Jemen og sneru svo aftur til Frakklands. Bæði frönsk og bandarísk stjórnvöld höfðu vitneskju um þetta. Á fundinum ræddu utanríkisráðherrarnir að innleiða þyrfti betri verklagsreglur við landamæraeftirlit aðildarríkjanna með það fyrir augum að taka harðar á borgurum ríkja ESB sem færu til dæmis til Sýrlands og Írak til að starfa við hliða öfgamanna og sneru svo aftur. „Ég vona að Evrópuþingið breyti afstöðu sinni hvða það varðar og leyfi skráningu farþega innan Evrópu og einnig í samstarfi við aðra, eins og Bandaríkin og Kanada. Aðferðin er fyrst og fremst þessi skipti á upplýsingum,“ sagði Didier Reynders utanríkisráðherra Belgíu eftir fundinn. Stöðvuðu mótmælafund Pegida vegna hryðjuverkahættu Í dag ákvað lögreglan í Saxlandi í Þýskalandi að banna mótmælafund Pegida hreyfingarinnar í Dresden, höfuðborg Saxlands vegna hryðjuverkaógnar. Pegida var stofnuð í október í fyrra og hefur það markmið að berjast gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira