Innlent

Fida Abu Libdeh maður ársins á Suðurnesjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta afhenti Fidu viðurkenningarskjal og blómvönd.
Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta afhenti Fidu viðurkenningarskjal og blómvönd. Mynd/Víkurfréttir
Fida Abu Libdeh hefur verið valin „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“. Hún er frumkvöðull mikill og stofnaði nýlega nýsköpunarfyrirtækið Geosilica á Ásbrú. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Fida kom 16 ára frá Palestínu, gekk í menntaskóla í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi vegna erfiðleika með íslenskuna. Hún vildi mennta sig meira og gera meira á lífsleiðinni en var komin í öngstræti þegar hún uppgötvaði háskólabrú í Keili á Ásbrú.

Viðtal við Fidu má sjá hér á vef Víkurfrétta.

Fida greindist með lesblindu á Keili og fékk hún viðeigandi hjálp til að læra áfram. Hún hefur nú lokiðo stúdentsprófi og þriggja ára háskólanámi í umhverfis- og orkutæknifræði. Þá hefur hún stofnað frumkvöðlafyrirtæki með skólafélaga sínum Burkna Pálssyni og framleiða þau fæðubótarefni úr kísil.

Samhliða er hún í mastersnámi í Háskólanum í Reykjavík.

Fida á þrjú börn og er gift Jóni Kristni Ingasyni, viðskiptafræðingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×