Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2015 13:45 Elon Musk vill skjóta fjögur þúsund gervihnöttum á sporbraut um jörðina. Vísir/AFP Elon Musk, eigandi Tesla og stofnandi SpaceX, tilkynnti á föstudaginn nýjar áætlanir SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins og Mars. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Musk kynnti þetta á kynningarfundi í Seattle á föstudaginn, en hann sagði þar að tekjur af gervihnattanetinu mæti nota til að fjármagna byggð manna á Mars. Hann segir að hægt væri að byggja hvern gervihnött fyrir minna en eina milljón dala og að þeir yrðu rúm 100 kíló að þyngd. Þá telur hann að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala, sem er meira en þúsund milljarðar króna.Menn á Mars innan tuttugu ára Musk vill byggja upp nýlendu á Mars og hann tilkynnti það fyrst árið 2011. Þá sagðist hann ætla að senda menn til rauðu plánetunnar innan tuttugu ára. Fyrirtæki hans SpaceX hefur undanfarin ár unnið að því að þróa nýja tegund eldflauga sem hægt væri að nota oftar en einu sinni. Þannig væri hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Fyrir skömmu skaut SpaceX þessari nýju tegunda flauga á loft, sem flutti birgðar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það tókst, en til stóð að lenda eldflauginni aftur í heilu lagi á fljótandi pramma. Það tókst ekki, en myndband af lendingunni má sjá hér. Close, but no cigar. This time. https://t.co/JowUE6a1D7— SpaceX (@SpaceX) January 16, 2015 SpaceX gerði nýverið samning við NASA um að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og byrja fyrirtækir fyrirtækisins árið 2017. Ljóst er að fyrirtækið hefur á skömmum tíma aflað mikillar reynslu og þekkingar í geimferðum, sem mun einungis aukast á næstu árum. Hér að neðan má sjá myndband frá vefnum The Verge um hvað til þurfi varðandi nýlendu á Mars. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Elon Musk, eigandi Tesla og stofnandi SpaceX, tilkynnti á föstudaginn nýjar áætlanir SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins og Mars. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Musk kynnti þetta á kynningarfundi í Seattle á föstudaginn, en hann sagði þar að tekjur af gervihnattanetinu mæti nota til að fjármagna byggð manna á Mars. Hann segir að hægt væri að byggja hvern gervihnött fyrir minna en eina milljón dala og að þeir yrðu rúm 100 kíló að þyngd. Þá telur hann að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala, sem er meira en þúsund milljarðar króna.Menn á Mars innan tuttugu ára Musk vill byggja upp nýlendu á Mars og hann tilkynnti það fyrst árið 2011. Þá sagðist hann ætla að senda menn til rauðu plánetunnar innan tuttugu ára. Fyrirtæki hans SpaceX hefur undanfarin ár unnið að því að þróa nýja tegund eldflauga sem hægt væri að nota oftar en einu sinni. Þannig væri hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Fyrir skömmu skaut SpaceX þessari nýju tegunda flauga á loft, sem flutti birgðar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það tókst, en til stóð að lenda eldflauginni aftur í heilu lagi á fljótandi pramma. Það tókst ekki, en myndband af lendingunni má sjá hér. Close, but no cigar. This time. https://t.co/JowUE6a1D7— SpaceX (@SpaceX) January 16, 2015 SpaceX gerði nýverið samning við NASA um að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og byrja fyrirtækir fyrirtækisins árið 2017. Ljóst er að fyrirtækið hefur á skömmum tíma aflað mikillar reynslu og þekkingar í geimferðum, sem mun einungis aukast á næstu árum. Hér að neðan má sjá myndband frá vefnum The Verge um hvað til þurfi varðandi nýlendu á Mars.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira