Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 12:45 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, taldi sig hafa heimild til að greiða sér laun fyrirfram og nota debetkort Vísir/Vilhelm „Það er fjarri lagi að um hafi verið að ræða fjárdrátt heldur voru þetta að mestu fyrirfram greidd laun og nokkur smærri útgjöld sem stóð alltaf til að skuldajafna sem fyrirframgreiðslu til mín,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, um þær ásakanir að hann hafi dregið sér opinbert fé. Hann viðurkennir að hafa ekki farið að ítrustu reglum varðandi útgjöld og segir að hann hefði átt að bera þau undir oddvitann. Það hafi hins vegar ekki verið um neinn ásetning að ræða og þá segist Björgvin ekki hafa reynt að fela eitt né neitt. „Þetta var allt kyrfilega merkt í bókhaldi hreppsins að um fyrirfram greidd laun væri að ræða, allar nótur um smærri útgjöld lágu fyrir og var skilað inn til bókhaldara. Það er því svo fjarri lagi að það hafi með nokkrum hætti staðið til að misfara með fé eða leyna því. Ég hefði hins vegar átt að óska heimilda vegna útgjaldanna og fyrirframgreiðslu. Það voru mín mistök í málinu og ég hef beðist afsökunar á því.“ Starfslokasamningur var gerður á milli Björgvins og sveitarfélagsins á föstudaginn. Björgvin segir að þar standi að ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð og orlof verði skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu launa og úttektunum á debetkorti sveitarfélagsins. Aðspurður segir Björgvin að í ljósi þessa komi ásakanir um fjárdrátt honum mjög á óvart. „Það var búið að gera upp málið og í starfslokasamningnum er engar slíkar ásakanir að finna. Ég ítreka það samt að ég hefði átt að gæta varúðar og ekki að stofna til þessara útgjalda án þess að hafa skýra heimild fyrir því.“Sér innilega eftir öllu saman Björgvin greiddi sér laun fyrirfram þann 20. nóvember en málið komst ekki upp fyrr en tæpum tveimur mánuðum seinna, það er í liðinni viku.Þótti Björgvini ekki ástæða til að tilkynna sérstaklega um millifærsluna? „Ég taldi, af því að þetta nam svona rúmum hálfum mánaðarlaunum, að ég hefði heimild til að gera þetta en það var rangt hjá mér.“En taldirðu þig líka hafa heimild til þess að nota debetkort sveitarfélagsins til persónulegra nota?„Það var ekki ætlunin að þetta væri til persónulegra nota heldur átti þetta alltaf að dragast af mér og gerast upp. En það voru auðvitað mistök að stofna til þess. Ég hefði bara átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn til að mæta fjárhagsskorti og erfiðleikum í staðinn fyrir að gera þetta svona og skuldajafna þetta eftir á. Það er alveg hárrétt.“ Aðspurður hvort hann vilji eitthvað tjá sig um það að málið verði hugsanlega kært til lögreglu eða hvort hann hafi nú þegar leitað til lögfræðinga segir hann svo ekki vera. Morguninn hafi farið í að bregðast við ásökununum og útskýra sína hlið málsins.En sér hann eftir þessu öllu? „Já, alveg innilega.“StarfslokasamningurinnBjörgvin og Egill skrifuðu báðir undir starfslokasamning Björgvins. RÚV birti mynd af samningnum, sem er handskrifaður, en hann hljóðar svona:Starfslokasamningur Ásahreppur og Björgvin G. Sigurðsson gera með sér svofelldan samning um starfslok hans fyrir Ásahrepp. Björgvin lætur af störfum í dag 16. janúar. Ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð sem og orlof frá 1. ágúst 2014 verður skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu að upphæð 250.000. Úttekt af debetkorti Ásahrepps vegna eigin útgjalda að upphæð 112.401 krónur sem og 59.085 sem er skuldfært á Ásahrepp samtals 421.486 krónur. Björgvin fellur frá launum á uppsagnarfresti. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Hyggst framlengja stuðningskerfi einkarekinna fjölmiðla Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Sjá meira
„Það er fjarri lagi að um hafi verið að ræða fjárdrátt heldur voru þetta að mestu fyrirfram greidd laun og nokkur smærri útgjöld sem stóð alltaf til að skuldajafna sem fyrirframgreiðslu til mín,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, um þær ásakanir að hann hafi dregið sér opinbert fé. Hann viðurkennir að hafa ekki farið að ítrustu reglum varðandi útgjöld og segir að hann hefði átt að bera þau undir oddvitann. Það hafi hins vegar ekki verið um neinn ásetning að ræða og þá segist Björgvin ekki hafa reynt að fela eitt né neitt. „Þetta var allt kyrfilega merkt í bókhaldi hreppsins að um fyrirfram greidd laun væri að ræða, allar nótur um smærri útgjöld lágu fyrir og var skilað inn til bókhaldara. Það er því svo fjarri lagi að það hafi með nokkrum hætti staðið til að misfara með fé eða leyna því. Ég hefði hins vegar átt að óska heimilda vegna útgjaldanna og fyrirframgreiðslu. Það voru mín mistök í málinu og ég hef beðist afsökunar á því.“ Starfslokasamningur var gerður á milli Björgvins og sveitarfélagsins á föstudaginn. Björgvin segir að þar standi að ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð og orlof verði skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu launa og úttektunum á debetkorti sveitarfélagsins. Aðspurður segir Björgvin að í ljósi þessa komi ásakanir um fjárdrátt honum mjög á óvart. „Það var búið að gera upp málið og í starfslokasamningnum er engar slíkar ásakanir að finna. Ég ítreka það samt að ég hefði átt að gæta varúðar og ekki að stofna til þessara útgjalda án þess að hafa skýra heimild fyrir því.“Sér innilega eftir öllu saman Björgvin greiddi sér laun fyrirfram þann 20. nóvember en málið komst ekki upp fyrr en tæpum tveimur mánuðum seinna, það er í liðinni viku.Þótti Björgvini ekki ástæða til að tilkynna sérstaklega um millifærsluna? „Ég taldi, af því að þetta nam svona rúmum hálfum mánaðarlaunum, að ég hefði heimild til að gera þetta en það var rangt hjá mér.“En taldirðu þig líka hafa heimild til þess að nota debetkort sveitarfélagsins til persónulegra nota?„Það var ekki ætlunin að þetta væri til persónulegra nota heldur átti þetta alltaf að dragast af mér og gerast upp. En það voru auðvitað mistök að stofna til þess. Ég hefði bara átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn til að mæta fjárhagsskorti og erfiðleikum í staðinn fyrir að gera þetta svona og skuldajafna þetta eftir á. Það er alveg hárrétt.“ Aðspurður hvort hann vilji eitthvað tjá sig um það að málið verði hugsanlega kært til lögreglu eða hvort hann hafi nú þegar leitað til lögfræðinga segir hann svo ekki vera. Morguninn hafi farið í að bregðast við ásökununum og útskýra sína hlið málsins.En sér hann eftir þessu öllu? „Já, alveg innilega.“StarfslokasamningurinnBjörgvin og Egill skrifuðu báðir undir starfslokasamning Björgvins. RÚV birti mynd af samningnum, sem er handskrifaður, en hann hljóðar svona:Starfslokasamningur Ásahreppur og Björgvin G. Sigurðsson gera með sér svofelldan samning um starfslok hans fyrir Ásahrepp. Björgvin lætur af störfum í dag 16. janúar. Ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð sem og orlof frá 1. ágúst 2014 verður skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu að upphæð 250.000. Úttekt af debetkorti Ásahrepps vegna eigin útgjalda að upphæð 112.401 krónur sem og 59.085 sem er skuldfært á Ásahrepp samtals 421.486 krónur. Björgvin fellur frá launum á uppsagnarfresti.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Hyggst framlengja stuðningskerfi einkarekinna fjölmiðla Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36