Erlent

Áttatíu ríkustu eiga jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa

mynd/ getty.
Ef fram heldur sem horfir mun eitt prósent jarðarbúa sitja á meiri auðæfum en fátækari helmingur allra hinna sem búa á þessari jörð.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku hjálparsamtakanna Oxfam þar sem segir að bilið á milli hinna ríku og hinna fátæku sé sífellt að aukast. Samkvæmt Forbes listanum sem árlega er tekinn saman eiga áttatíu ríkustu einstaklingar heimsins samtals 1,9 trilljónir bandaríkjadala og hefur sú tala aukist um 600 milljarða dala á aðeins fjórum árum.

Þanni eiga þessir áttatíu einstaklingar jafn mikinn auð og skiptist á milli fátækari helmings jarðarbúa. Árið 2010 þurfti hinsvegar 388 milljarðamæringa til þess að jafna við fátækari hlutann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×