Hinn fullkomni skortur á framtíðarsýn Bolli Héðinsson skrifar 19. janúar 2015 09:45 Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar