Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2015 07:24 Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum og tóku fyrst að hjarna við eftir að óvenju hrikalegar skuldir, sem tengdust 140 heimilum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. Skuldafenið sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Húnaþings og Stranda sátu í eftir bankahrunið ógnaði hreinlega byggð í heilu héraði, svo háar voru tölurnar, eins og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 fyrir fimm árum. Algengt var að einstök heimili skulduðu 15-20 milljónir króna vegna stofnfjárkaupa og dæmi voru um fjölskyldur sem skulduðu á annað hundrað milljóna króna. Síðar var upplýst að nokkrir starfsmenn sparisjóðsins skulduðu yfir eitthundrað milljónir króna og sumir í kringum tvöhundruð milljónir króna.Höfuðstöðvar Sparisjóðs Húnaþings og Stranda voru á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Landbankinn átti kröfurnar, en ákvað að fella þær niður eftir hæstaréttardóm fyrir þremur árum sem ógilti kröfu í sambærilegu máli. Reimar Marteinsson kaupfélagsstjóri, sem þekkti vel stöðuna, segir að fjöldi fólks hafi skuldað háar fjárhæðir eftir fall sparisjóðsins en Landsbankinn hafi fallist á að fella þær niður. „Á þeim forsendum að það hafi verið ólöglega að þessu staðið af hálfu sparisjóðsins hér og sparisjóðsins í Keflavík. Það skipti sköpum fyrir samfélagið að létta aðeins á því,“ sagði Reimar. Í raun var samfélagið á starfssvæði sparisjóðs Húnaþings og Stranda leyst úr fjötrum með skuldaniðurfellingunni. Reimar kaupfélagsstjóri segir stemmninguna hafa breyst þegar það gerðist. „Menn þorðu lítið að hreyfa sig og gátu kannski lítið hreyft sig líka, allavega þeir sem voru með á bakinu stórar fjárhæðir,“ segir Reimar. „Já, ég fann mun. Fólk gat farið að framkvæma út til sveita og annarsstaðar, þar sem menn voru kannski að halda aftur af sér á þessum tíma, á þessum árum þegar þetta lá yfir.“ Tengdar fréttir Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4. mars 2011 11:57 Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16. desember 2011 19:00 Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15. mars 2010 18:51 Á annað hundrað stofnfjáreigenda bíður eftir svörum Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. 22. janúar 2011 19:26 Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007. 16. desember 2011 14:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum og tóku fyrst að hjarna við eftir að óvenju hrikalegar skuldir, sem tengdust 140 heimilum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. Skuldafenið sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Húnaþings og Stranda sátu í eftir bankahrunið ógnaði hreinlega byggð í heilu héraði, svo háar voru tölurnar, eins og nefnt var í fréttum Stöðvar 2 fyrir fimm árum. Algengt var að einstök heimili skulduðu 15-20 milljónir króna vegna stofnfjárkaupa og dæmi voru um fjölskyldur sem skulduðu á annað hundrað milljóna króna. Síðar var upplýst að nokkrir starfsmenn sparisjóðsins skulduðu yfir eitthundrað milljónir króna og sumir í kringum tvöhundruð milljónir króna.Höfuðstöðvar Sparisjóðs Húnaþings og Stranda voru á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Landbankinn átti kröfurnar, en ákvað að fella þær niður eftir hæstaréttardóm fyrir þremur árum sem ógilti kröfu í sambærilegu máli. Reimar Marteinsson kaupfélagsstjóri, sem þekkti vel stöðuna, segir að fjöldi fólks hafi skuldað háar fjárhæðir eftir fall sparisjóðsins en Landsbankinn hafi fallist á að fella þær niður. „Á þeim forsendum að það hafi verið ólöglega að þessu staðið af hálfu sparisjóðsins hér og sparisjóðsins í Keflavík. Það skipti sköpum fyrir samfélagið að létta aðeins á því,“ sagði Reimar. Í raun var samfélagið á starfssvæði sparisjóðs Húnaþings og Stranda leyst úr fjötrum með skuldaniðurfellingunni. Reimar kaupfélagsstjóri segir stemmninguna hafa breyst þegar það gerðist. „Menn þorðu lítið að hreyfa sig og gátu kannski lítið hreyft sig líka, allavega þeir sem voru með á bakinu stórar fjárhæðir,“ segir Reimar. „Já, ég fann mun. Fólk gat farið að framkvæma út til sveita og annarsstaðar, þar sem menn voru kannski að halda aftur af sér á þessum tíma, á þessum árum þegar þetta lá yfir.“
Tengdar fréttir Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4. mars 2011 11:57 Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16. desember 2011 19:00 Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15. mars 2010 18:51 Á annað hundrað stofnfjáreigenda bíður eftir svörum Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. 22. janúar 2011 19:26 Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007. 16. desember 2011 14:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4. mars 2011 11:57
Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. 16. desember 2011 19:00
Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15. mars 2010 18:51
Á annað hundrað stofnfjáreigenda bíður eftir svörum Á annað hundrað stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings sem skulda á þriðja milljað króna bíða nú milli vonar og ótta eftir svörum um hvort dómar héraðsdóms í stofnfjármálum í gær, hafi fordæmisgildi í málum þeirra. Ljóst er að margir horfa til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í prófmálum Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðurlands. Þar voru stofnfjáreigendur sýknaðir af greiðslukröfu bankans. 22. janúar 2011 19:26
Landsbankinn fellir niður lán vegna stofnfjárkaupa Landsbankinn hefur ákveðið að fella niður rúmlega 500 lán til einstaklinga og 30 lán sem veitt voru lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparísjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga í lok árs 2007. 16. desember 2011 14:00