Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. janúar 2015 19:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráherra, á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. Samningaviðræður síðustu ríkisstjórnar og ESB um viðamestu og flóknustu kaflana, sjávarútvegs- og landbúnaðarmál voru ekki hafnar þegar hlé var gert á þeim, vorið 2013. Að öðru leyti voru þær ágætlega á veg komnar enda höfðu þær staðið í um 18 mánuði. Sigmundur Davíð var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar sé lítils virði í dag. „Sú vinna heldur í rauninni ekki gildi sínu lengur. Bæði vegna breytinga hjá Evrópusambandinu, og það samræmist ekki stefnu stjórnvalda að fallast á allt sem að síðasta ríkisstjórn hefði verið tilbúin að fallast á. Af því leytinu til erum við á byrjunarreit,“ segir hann. Ótækt sé þó að svo stórt mál sé látið hanga í lausu lofti. Mikilvægt sé að það sé borið undir Alþingi sem leiði það til lykta. Utanríkisráðherra hafi boðað það að koma með nýja tillögu um að slíta viðræðunum sem lögð verði fram á vorþingi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gunnar Bragi Sveinsson að hann fagnaði ummælum Sigmundar og að hans vilji væri að klára þetta mál sem fyrst. Aðspurður um hvort fjölmenn mótmæli og undirskriftarsöfnun á síðasta ári hafi haft áhrif á málið segir hann það ekki hafa breytt neinu í afstöðu hans um að draga umsóknina til baka. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráherra, á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. Samningaviðræður síðustu ríkisstjórnar og ESB um viðamestu og flóknustu kaflana, sjávarútvegs- og landbúnaðarmál voru ekki hafnar þegar hlé var gert á þeim, vorið 2013. Að öðru leyti voru þær ágætlega á veg komnar enda höfðu þær staðið í um 18 mánuði. Sigmundur Davíð var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar sé lítils virði í dag. „Sú vinna heldur í rauninni ekki gildi sínu lengur. Bæði vegna breytinga hjá Evrópusambandinu, og það samræmist ekki stefnu stjórnvalda að fallast á allt sem að síðasta ríkisstjórn hefði verið tilbúin að fallast á. Af því leytinu til erum við á byrjunarreit,“ segir hann. Ótækt sé þó að svo stórt mál sé látið hanga í lausu lofti. Mikilvægt sé að það sé borið undir Alþingi sem leiði það til lykta. Utanríkisráðherra hafi boðað það að koma með nýja tillögu um að slíta viðræðunum sem lögð verði fram á vorþingi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gunnar Bragi Sveinsson að hann fagnaði ummælum Sigmundar og að hans vilji væri að klára þetta mál sem fyrst. Aðspurður um hvort fjölmenn mótmæli og undirskriftarsöfnun á síðasta ári hafi haft áhrif á málið segir hann það ekki hafa breytt neinu í afstöðu hans um að draga umsóknina til baka.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira