Innlent

Búist við stormi í kvöld og nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Miklar umhleypingar verða á landinu í gær og á morgun.
Miklar umhleypingar verða á landinu í gær og á morgun. Vísir/Pjetur
Veðurstofan spáir stormi í kvöld og nótt, meira en 20 metrum á sekúndu, og verður hvassast vestanlands að sögn Haraldar Eiríkssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Þetta er enn ein lægðin í syrpunni en hún gengur tiltölulega fljótt yfir í kvöld og nótt. Það verður hvassast vestan til en lægðin mun væntanlega einnig ná yfir á Norður-og Austurland. Þetta eru ansi miklir umhleypingar þar sem það hlýnar á landinu öllu í dag en svo kólnar strax aftur á morgun,“ segir Haraldur.

Veðurspá Veðurstofu Íslands til klukkan 18 á morgun:

Vaxandi austanátt með snjókomu. Austan og suðaustan 13-18 m/s með morgninum. Slydda eða rigning, en snjókoma fram eftir degi fyrir norðan og austan. Hlýnar talsvert.

Gengur í sunnan og suðaustan 18-25 í kvöld og nótt og kólnar heldur, hvassast um landið norðvestanvert. Lægir talsvert seint í nótt og í fyrramálið.

Suðlæg átt á morgun 10-18 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en suðvestan 18-23 við suðausturströndina síðdegis. Kólnandi veður, hiti kringum frostmark síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×