Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Sevilla vann fyrri leikinn á heimavelli fyrir viku 3-0 og því var ljóst að Ítalanna biði erfitt verkefni á Stadio Artemio Franchi í kvöld.
Og erfitt verkefni varð að ómögulegu þegar Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca kom Sevilla yfir á 22. mínútu með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Éver Banega. Þetta var 26. mark Bacca á tímabilinu.
Varnarmaðurinn Daniel Carrico bætti svo öðru marki við á 27. mínútu. Josip Ilic fékk upplagt tækifæri til að minnka muninn um miðjan seinni hálfleik en skaut yfir úr vítaspyrnu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Sevilla fagnaði 0-2 sigri og um leið sæti í úrslitaleiknum í Varsjá 27. maí.
Sevilla vann Evrópudeildina í fyrra og gæti því leikið sama leik og 2006 og 2007 þegar liðið vann keppnina tvö ár í röð.