Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason urðu í dag danskir bikarmeistarar í fótbolta með FC Kaupmannahöfn þegar liðið lagði Eggert Gunnþór Jónsson og félaga hans í Vestsjælland, 3-2, í framlengdum bikarúrslitaleik.
Allir Íslendingarnir voru í byrjunarliðinu í dag og komust Vestsjælland Víkingarnir óvænt yfir eftir 30 mínútna leik með marki Apostolos Vellios, 1-0.
FCK sótti án afláts en náði ekki jafna metin fyrir hálfleik. Það gerði liðið aftur á móti á fyrstu sekúndum seinni hálfleiksins þegar Per Nilson jafnaði metin, 1-1.
Björn Bergmann var áræðinn fyrir framan mark Vestsjælland og kom FCK yfir, 2-1, með glæsilegu marki á 54. mínútu. Hann fékk sendingu frá Daniel Amartey og vippaði snyrtilega yfir markvörðinn.
Eggert Gunnþór fór af velli hjá Vestsjælland á 80. mínútu og fjórum mínútum síðar leysti Færeyingurinn Brandur Olsen íslenska landsliðsmanninn Rúrik Gíslason af hólmi hjá FCK. Hann átti eftir að koma við sögu í leiknum.
Vestsjælland gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin þegar átta mínútur voru eftir, 2-2, en mark Dennis Sörensen kom leiknum í framlengingu.
Eina markið í framlengingunni skoraði hinn 19 ára gamli Færeyingur, Brandur Olsen, á 102. mínútu, en hann hefur aldrei byrjað leik fyrir FC Kaupmannahöfn.
Fyrir bikaúrslitaleikinn í dag hafði hann spilað samtals 32 mínútur í tveimur leikjum í deildinni, tíu mínútur í tveimur leikjum í bikarnum og eina mínútu í Evrópudeildinni.
Bikarinn var í raun eini möguleiki FCK á titli þar sem liðið er níu stigum á eftir toppliði Midtjylland í deildinni. Munurinn er þó mikill á FCK og Vestsjælland í deildinni, en Eggert Gunnþór og félagar eru í næstneðsta sæti, 30 stigum á eftir FCK.
Björn Bergmann skoraði í sigri FCK í bikaúrslitaleiknum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

