Úkraínska liðið Dnipro Dnipropetrovsk komst í fyrsta sinn í úrslitaleik í Evrópukeppni eftir 1-0 sigur á Napoli í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
Markið úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Napoli og Dnipro fór því áfram, 2-1 samanlagt.
Evgen Seleznyov skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Yevhen Konoplyanka. Seleznyov skoraði einnig mark Dnipro í fyrri leiknum.
Dnipro mætir Sevilla í úrslitaleiknum á Stadion Narodowy í Varsjá, Póllandi, 27. maí næstkomandi.
Seleznyov skoraði aftur og Dnipro í úrslitaleikinn | Sjáðu markið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar