Til þeirra sem skömmina eiga Jóhanna Marín Jónsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun