Erlent

Tíu fórust þegar þyrlur skullu saman í Argentínu

Atli Ísleifsson skrifar
Báðir þyrluflugmennirnir voru á meðal þeirra sem fórust í slysinu.
Báðir þyrluflugmennirnir voru á meðal þeirra sem fórust í slysinu. Vísir/AFP
Að minnsta kosti tíu fórust þegar tvær þyrlur skullu saman í norðvesturhluta Argentínu fyrr í dag.

Að sögn lögreglu var verið að taka upp sjónvarpsþátt þegar slysið varð nærri bænum Villa Castelli, um 1.200 kílómetrum norðvestur af höfuðborginni Buenos Aires.

Fjölmiðlar í Argentínu segja farþega þyrlunnar hafa verið Frakka og hafi þeir verið að taka þátt í árlegri alþjóðlegri þolraunakeppni.

Í frétt BBC segir að báðir þyrluflugmennirnir hafi verið meðal þeirra sem fórust í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×